Pintrest

Monday, 18 October 2010

Morgunverðastykki


Hægt er að setja Granóla eða Múslí eða eitthvað álíka út í þetta.
Athugið bara að granóla er með viðbættum sykri.

2/3 bolli hrásykur
1/2 bolli hunang
4 msk smjör
2 tsk vanilludropar (ég notaði bara 1)
1/2 tsk salt
Granóla, musli, þurrkaðir ávextir, hnetur, fræ eða hvað sem þér dettur í hug.

Settu allt í pott (nema ávexti/hnetur) og búðu til svona karamellu úr. Þetta er látið malla í nokkrar mínútur (ca 3 - 5) og hrært í stöðugt.
Næst er Granóla, hnetum og ávöxtum blandað saman við. Ég mældi ekki Granólað, setti bara slatta og hefði mátt setja mikið meira. Þetta á ekki að vera of blautt - þá verður þetta of sætt.

Næst er þessu hellt í form með bökunarpappír. Getur verið hvernig form sem er, bara að passa að það sé ekki of stórt. Þrýst vel ofan á, hægt er að setja bökunarpappír ofan á til að þrýsta með höndunum. Þetta er svo kælt í amk 2 tíma. Næst hvolfir maður þessu á bretti og sker niður í bita.
Bitunum er svo pakkað inn í plastfilmu og settir inn í ísskáp. Gott að grípa með sér í vinnuna á morgnana. Alveg himneskt með morgunkaffinu!

2 comments:

  1. Hvað sagðiru aftur að það væru margar kaloríur í einu svona stykki ca??

    Kv Brynja

    ReplyDelete
  2. Vá hvað ég er að sjá þetta seint! Mig minnir að það séu um 250 kaloríur í hverju stykki. Það fer auðvitað eftir því hvað maður sker það stórt.

    ReplyDelete