Pintrest

Saturday, 16 October 2010

Grískt Kebab


ca 500 gr hakk (ég notaði nautahakk)
1 lítill laukur, hakkaður
1/2 bolli brauðrasp
1/2 bolli fetaostur (má sleppa - ég sleppti)
4 hvítlauksrif pressuð
1 stórt egg
2 - 3 msk kúrennur eða saxaðar rúsínur (ég sleppti)
1 msk ferskt engifer, rifið. (ég notaði ca 1/2 tsk þurrt engifer - átti ekki til meira)
1 tsk cumin (ekki kúmen - nauðsynlegt)
1/4 tsk kanill
1/4 tsk salt

Allt sett í skál og hrært saman, í höndunum eða í vél. Búnar til þykkar "pylsur" og grillpinna stungið í gegn. Grillað eða bakað í ofni. Ábyggilega mjög gott að búa til hamborgara úr þessu líka!

uppskriftin er hér: http://dinnerwithjulie.com/2008/03/28/day-88-greek-lamb-kebabs-with-tzatziki-and-blueberry-lemon-coconut-squares/

Tzatziki sósa:

hálf gúrka rifin og pressuð örlítið til að ná safanum úr.
1 dós sýrður rjómi - eða grísk jógúrt
2 - 3 pressuð hvítlauksrif - eftir smekkörlítið salt og pipar

No comments:

Post a Comment