Pintrest

Wednesday, 8 December 2010

Djúpsteiktur fiskur


Þetta er alltaf alveg hrikalega gott... en ekki mjög hollt kannski!
Í Guðsbænum veljið "góða" olíu. Ég veit svosem ekki hvað er gott... ég kaupi bara einhverja sem fæst í Kaupfélaginu og er til djúpsteikingar en síðast keypti ég einhverja hræódýra olíu (í Bónus held ég) og stækjan í húsinu varð alveg hræðileg!!! Svo það borgar sig ekki alltaf að kaupa eitthvað hræódýrt.

Maður býr til orlydeig - ég á aldrei til neitt malt svo ég fann uppskrift sem ég nota og er eftirfarandi:

1 bolli hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsóti
3/4 - 1 bolli vatn

Allt hrært vel saman.
Olían er hituð í potti, ég nota aldrei hæsta hita því þá á deigið til að brenna áður en fiskurinn er tilbúinn.
Gott er að setja lítinn brauðbita út í olíuna til að athuga hvort olían sé nægilega heit. Ef kviknar í er hún orðin of heit!

Fiskstykki er velt upp úr deiginu og sett í pottinn, ekki gott að setja mörg stykki í einu. Snúið stykkinu svo við. Þegar fiskurinn... já eða deigið öllu heldur, er orðið fallega brúnt er fiskurinn veiddur upp og settur á eldhúsbréf eða á grind.

Það er hægt að nota sama deig fyrir rækjur og laukhringi.

Posted by Picasa

No comments:

Post a Comment