Pintrest

Sunday, 11 September 2011

Rabbabarabaka

Þetta er besta rabbabarabaka sem ég hef smakkað. Fékk uppskriftina hjá Ólu frænku.

400 gr rabbabari, fremur smátt saxaður settur í eldfast mót/form. Má vera frosinn.

2 stk egg
1 dl hveiti
2 1/2 dl sykur
Hrærið sykri og eggjum vel saman þar til það verður létt. Blandið þá hveiti varlega saman við.

Hellið blöndunni yfir rabbabararnn.

1 3/4 dl hveiti
1 1/2 dl púðursykur
50 gr smjör
Smjörið og sykurinn hrært saman og hveitið til viðbótar, sett ofaná deigið.
Bakað í ca 45 mín, v/200°c.

Gott að bera ís eða rjóma með heitri bökunni.


Posted by Picasa

No comments:

Post a Comment