1 kg. hveiti
4 tsk. þurrger
6 msk. sykur
1 tsk. salt
3 egg
4,5 dl. mjólk
150 gr smjör.
Smjör og mjólk sett í pott á vægan hita, hitið þar til smjörið er bráðnað. Reyndar bræddi ég smjörið og bætti svo mjólkinni út í og hitaði örlítið.
Þurrefnin sett í skál og svo er öllu blandað saman. Hnoðað og látið hefast.
Fletjið út og hafið frekar þykkt. Pennslið með bræddu smjörlíki og stráið kanilsykri yfir. Rúllað upp og skorið í bita.
No comments:
Post a Comment