Pintrest

Sunday, 11 September 2011

Kanilsnúðar

Ég hélt alltaf að það væri frekar flókið að gera kanilsnúða með geri. En það er bara fátt eins auðvelt! Ég hef sjaldan verið með eins meðfærilegt deig í höndunum og þetta. 

1 kg. hveiti 
4 tsk. þurrger 
6 msk. sykur 
1 tsk. salt 
3 egg 
4,5 dl. mjólk 
150 gr smjör. 

 Smjör og mjólk sett í pott á vægan hita, hitið þar til smjörið er bráðnað. Reyndar bræddi ég smjörið og bætti svo mjólkinni út í og hitaði örlítið. Þurrefnin sett í skál og svo er öllu blandað saman. Hnoðað og látið hefast. Fletjið út og hafið frekar þykkt. Pennslið með bræddu smjörlíki og stráið kanilsykri yfir. Rúllað upp og skorið í bita. 

 Bakað við 200°c þar til þeir verða fallega brúnir. Það tók svolítið fljótt að verða OF brúnir frá því að vanta bara nokkrar sekúndur upp á - svo það þarf að fylgjast með þeim. Svo er hægt að hræra glassúr í allskonar litum og setja ofan á.
Posted by Picasa

No comments:

Post a Comment