Það er alveg ótrúlega einfalt að baka pítubrauð, ég sem hélt að það væri svo flókið!
Uppskriftin er tekin héðan:
3 dl.volgt vatn
1 pk. þurrger
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
ca.500 gr. hveiti
Best er að nota ekki allt hveitið strax heldur bara um 400 gr og bæta svo frekar við. Deigið er hnoðað og látið lyfta sér í ca.1 klst. Þá er deigið hnoðað aftur og því skift í ca. 8 parta. Mótað í ílangar kúlur og látið hefast aftur í ca.15 mín. Bakað í mjög heitum ofni ca.250° í ca.7 mín eða þar til brauðið hefur náð fallegum bökunartón.
Þetta bragðaðist bara ljómandi vel. Eins og sjá má á myndinni af Hinrik eru pítubrauðin ekki mjög stór. Það er þegar 8 brauð eru búin til úr þessari uppskrift.
No comments:
Post a Comment