Hversu mikil snilld er það? Mig langaði til þess að baka brauð til að hafa með bbq kjúklingaréttinum sem var kominn inn í ofninn og þökk sé herra Google þá fann ég þessa snilldar uppskrift sem tók ekki nema um hálftíma að gera. Frá upphafi til enda!!
Þessa uppskrift er hægt að nota til að gera formbrauð, brauðbollur, brauðhleifa eða jafnvel pizzubotn. Athugið að bökunartími getur þá breyst.
2 1/2 bolli heitt vatn
6 msk sykur
3 msk ger
2 msk olía
6 bollar hveiti (í þessa uppskrift notaði ég 5 bolla hveiti + 1 bolli heilhveiti)
2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
Heitt vatn, ger, sykur og olía eru sett í skál og hrært í. Látið standa í 5 mínútur. Við það myndast froða ofan á. Næst er þurrefnunum blandað saman við og hnoðað vel og vandlega. Passið að setja ekki alveg allt hveitið strax svo það verði ekki of þurrt.
Þegar búið er að hnoða er hægt að búa til brauðbollur eða setja í form eða gera það sem þið viljið. Penslið yfir með mjólk - ef þið nennið, og bakið við ca 180°c í ca 15 mínútur.
Algjör snilld!
Hæ, eru það breskar bollastærðir eða amerískar?
ReplyDeletehæ, vá ég fæ engar tilkynningar um að einhver hafi skilið eftir komment! Sorry! Geri ráð fyrir því að þú sért búin að gefast upp á að bíða eftir svari en skrifa samt svar hér svona ef einhver annar sé að velta því sama fyrir sér. Sko, ég nota bara kaffibolla! Svo þetta er eiginlega bara íslensk bollastærð. Ætli hann sé ekki svona ca 2 dl að stærð... ekki það að ég noti alltaf nákvæmlega þann sama, en brauðin hafa alltaf komið vel út :-)
ReplyDelete