Pintrest

Friday, 30 January 2015

Kjúklinga og beikon langloka

Ég prófaði nýja uppskrift af pastasalati með kjúkling og beikoni sem var alveg sjúklega gott. Uppskriftin af því er hér: http://princesspinkygirl.com/pasta-salad/2/ (aldrei að vita nema ég pósti uppskriftinni af því á íslensku hér seinna.

En allavega, þetta pastasalat er svo sjúklega gott og er sósan þar í lykilhlutverki svo ég ákvað að færa þetta upp á annað plan - ekkert endilega betra plan, bara annað.

Sósan:

ca 3 msk majones
ca 3 msk sýrður rjómi
ca 1/2 tsk paprikuduft
dass af hvítlauksdufti
smá pipar
og aðalgaldurinn: ca 3 msk af Ranch dressingu.

Allt hrært saman og smakkað til.

Steikið beikon eins og þið viljið hafa það. Þar sem ég var að gera fyrir alla fjölskylduna þá steikti ég það í ofni. Það er algjör snilld sérstaklega ef maður þarf að steikja mikið beikon. Setjið næst beikonið á pappír til að þurrka mestu fituna af því.

Næst þarf að steikja kjúklinginn. Ég skar hann í frekar þunnar sneiðar svona þversum. Náði 3-4 sneiðum úr einni bringu (skar svo hverja sneið í tvennt). Æ, skerið þetta bara eins og þið helst viljið!
Kryddið létt og steikið við háan hita á pönnu.

Ég var búin að ákveða að kaupa nýtt baguette brauð en var of sein að ná í bakaríið og ekkert nýtt til í Krónunni svo ég keypti bara frosin pannini brauð sem ég hitaði í mínútugrillinu þar til það var orðið stökkt að utan. Nammi!

Í brauðið setti ég sósu, salat, kjúkling, beikon, rauðlauk og sósu.

Þetta var alveg rosalega gott. Og væri eflaust enn betra með þykkum sneiðum af tómat með.


No comments:

Post a Comment