Friday, 7 February 2014
Ofnbakaður kjúklingur
Ég heyrði að þessi kjúklingur væri svona bökuð útgáfa af KFC kjúkling, svo ég ákvað að prófa. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum, en fyrir mína parta myndi ég vilja hafa hjúpinn stökkari svo ég verð bara að gúggla hvernig maður nær því.
Í þetta notar maður kjúklingabringur (eða leggi eða eitthvað). Ég las á netinu að það væri gott að setja kjúkling í mjólk og láta liggja. Ég hef ekki hugmynd um hvort að það geri eitthvað en ég lét bringurnar liggja í ca klst.
1/2 pakki Ritz kex
salt
pipar
eitthvað annað krydd
1 - 2 egg
Ritz kex er sett í matvinnsluvél, eitthvað krydd svo sem salt, pipar, paprikukrydd og laukduft. Það er líka ábyggilega gott að setja Tuc kex í staðinn fyrir Ritz. Þetta er svo maukað saman.
Pískið svo eggið. Ég skar bringurnar í tvennt, það má alveg skera þær meira niður.
Þeim er svo velt upp úr eggjahrærunni og svo ritz kexinu. Raðað á plötu eða í form og bakað við ca 170°c. Eftir ca 20 mín er platan tekin út og kjúklingurinn penslaður með bræddu smjöri. Svo er hann bakaður áfram í 20 mínútur.
Við borðuðum með þessu spínat, fetaost og tómat, piparostasósu og franskar kartöflur. Nammi namm!
Flokkur:
kjúklingur,
Matur
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment