- 1 piparost
- smá mjólk fyrir sósuna
- Tagliatelle
- kjúklingabringur (tæplega 1 per mann)
Fyrst setur maður pastað í soðið vatn. Næst á að skera piparostinn og græja hann fyrir sósuna. Osturinn er settur í pott ásamt smá mjólk (ca 1 1/2 dl) og hitað. Hægt er að halda sósunni heitri þar til rétturinn er tilbúinn.
Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og kryddið (t.d. með Season All). Steikið þær svo á pönnu eða í grilli. Það þarf að passa að steikja þær ekki of lengi því þá verða þær þurrar.
Ef pastað er ekki tilbúið er gott að skella tilbúnum kjúklingabringum inn í heitan ofn til að halda þeim heitum.
Það er líka rosalega gott að borða ferskt salat með þessu. Ég átti það ekki til þegar ég eldaði þetta.
No comments:
Post a Comment