Deig:
200 gr hveiti
100 gr smjör
vatn eða mjólk
salt og pipar
Allt sett í skál og hnoðað, vökva bætt við eftir þörfum. Á að vera þétt og fallegt.
Deigið svo sett í eldfast mót, þrýstið því bara í botninn og upp með hliðum.
Blanda:
3 egg
1 peli rjómi (eða bara mjólk)
rifinn ostur ca 150 gr
Allt hrært saman
Fylling:
Hægt að hafa hvaða fyllingu sem er. Þetta er svona "taka til í ísskápnum" matur.
En sem dæmi: blaðlaukur og laukur steikt á pönnu þar til mjúkt.
Fyllingin sett á botninn í forminu og eggjahrærunni hellt yfir. Bakað í ofni í 30 - 40 mín við 200°c
No comments:
Post a Comment