Wednesday, 8 December 2010
Djúpsteiktur fiskur
Þetta er alltaf alveg hrikalega gott... en ekki mjög hollt kannski!
Í Guðsbænum veljið "góða" olíu. Ég veit svosem ekki hvað er gott... ég kaupi bara einhverja sem fæst í Kaupfélaginu og er til djúpsteikingar en síðast keypti ég einhverja hræódýra olíu (í Bónus held ég) og stækjan í húsinu varð alveg hræðileg!!! Svo það borgar sig ekki alltaf að kaupa eitthvað hræódýrt.
Maður býr til orlydeig - ég á aldrei til neitt malt svo ég fann uppskrift sem ég nota og er eftirfarandi:
1 bolli hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsóti
3/4 - 1 bolli vatn
Allt hrært vel saman.
Olían er hituð í potti, ég nota aldrei hæsta hita því þá á deigið til að brenna áður en fiskurinn er tilbúinn.
Gott er að setja lítinn brauðbita út í olíuna til að athuga hvort olían sé nægilega heit. Ef kviknar í er hún orðin of heit!
Fiskstykki er velt upp úr deiginu og sett í pottinn, ekki gott að setja mörg stykki í einu. Snúið stykkinu svo við. Þegar fiskurinn... já eða deigið öllu heldur, er orðið fallega brúnt er fiskurinn veiddur upp og settur á eldhúsbréf eða á grind.
Það er hægt að nota sama deig fyrir rækjur og laukhringi.
Saturday, 4 December 2010
Kjúklingur með pasta og piparostasósu
- 1 piparost
- smá mjólk fyrir sósuna
- Tagliatelle
- kjúklingabringur (tæplega 1 per mann)
Fyrst setur maður pastað í soðið vatn. Næst á að skera piparostinn og græja hann fyrir sósuna. Osturinn er settur í pott ásamt smá mjólk (ca 1 1/2 dl) og hitað. Hægt er að halda sósunni heitri þar til rétturinn er tilbúinn.
Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og kryddið (t.d. með Season All). Steikið þær svo á pönnu eða í grilli. Það þarf að passa að steikja þær ekki of lengi því þá verða þær þurrar.
Ef pastað er ekki tilbúið er gott að skella tilbúnum kjúklingabringum inn í heitan ofn til að halda þeim heitum.
Það er líka rosalega gott að borða ferskt salat með þessu. Ég átti það ekki til þegar ég eldaði þetta.
Monday, 18 October 2010
Morgunverðastykki
Hægt er að setja Granóla eða Múslí eða eitthvað álíka út í þetta.
Athugið bara að granóla er með viðbættum sykri.
2/3 bolli hrásykur
1/2 bolli hunang
4 msk smjör
2 tsk vanilludropar (ég notaði bara 1)
1/2 tsk salt
Granóla, musli, þurrkaðir ávextir, hnetur, fræ eða hvað sem þér dettur í hug.
Settu allt í pott (nema ávexti/hnetur) og búðu til svona karamellu úr. Þetta er látið malla í nokkrar mínútur (ca 3 - 5) og hrært í stöðugt.
Næst er Granóla, hnetum og ávöxtum blandað saman við. Ég mældi ekki Granólað, setti bara slatta og hefði mátt setja mikið meira. Þetta á ekki að vera of blautt - þá verður þetta of sætt.
Næst er þessu hellt í form með bökunarpappír. Getur verið hvernig form sem er, bara að passa að það sé ekki of stórt. Þrýst vel ofan á, hægt er að setja bökunarpappír ofan á til að þrýsta með höndunum. Þetta er svo kælt í amk 2 tíma. Næst hvolfir maður þessu á bretti og sker niður í bita.
Bitunum er svo pakkað inn í plastfilmu og settir inn í ísskáp. Gott að grípa með sér í vinnuna á morgnana. Alveg himneskt með morgunkaffinu!
Sunday, 17 October 2010
Formbrauð / gamaldags brauð
Þetta er bara grunnuppskrift. Það er hægt að gera þetta brauð á margan hátt og setja ýmislegt út í það.
ca 3 bollar hveiti
ca 2 - 3 tsk lyftiduft
salt
súrmjólk
mjólk eða vatn
Deigið á að vera frekar þykkt. Ég hræri þetta bara í skál með sleif. Mjög fljótlegt að gera þetta. Ég set líka yfirleitt uþb 1 bolla heilhveiti á móti 2 af hveiti. Og svo er hrikalega gott að setja fjölkornablöndu út í.
Súrmjólkin gerir brauðið mýkra, en það er í lagi að sleppa henni.
Bakið við ca 175°c í uþb. 45 mín (eða bara þar til þetta er tilbúið).
Quiche / eggjakaka
Deig:
200 gr hveiti
100 gr smjör
vatn eða mjólk
salt og pipar
Allt sett í skál og hnoðað, vökva bætt við eftir þörfum. Á að vera þétt og fallegt.
Deigið svo sett í eldfast mót, þrýstið því bara í botninn og upp með hliðum.
Blanda:
3 egg
1 peli rjómi (eða bara mjólk)
rifinn ostur ca 150 gr
Allt hrært saman
Fylling:
Hægt að hafa hvaða fyllingu sem er. Þetta er svona "taka til í ísskápnum" matur.
En sem dæmi: blaðlaukur og laukur steikt á pönnu þar til mjúkt.
Fyllingin sett á botninn í forminu og eggjahrærunni hellt yfir. Bakað í ofni í 30 - 40 mín við 200°c
Saturday, 16 October 2010
Tortilla snakk
Það er líka hægt að djúpsteikja þær, þá penslar maður þær ekki. Ég er bara búin að prófa það einu sinni en fannst það ekkert sérstakt. En ég var ekki með mjög góða olíu til þess og var með allt of mikinn hita á olíunni svo þær urðu of dökkar. Ætla nú að prófa þetta aftur seinna.
Brauðstangir
8 dl hveiti
1 1/2 tsk salt
1 1/2 tsk sykur
4 msk olía
3 tsk þurrger
3 dl volgt vatn
Allt sett í skál og hnoðað saman. Notið eins lítið af hveiti í að hnoða og þið getið, annars verður brauðið stíft. Látið lyfta sér í 20 mín.
Hnoðið aftur og skiptið í átta hluta, rúllið í rúmlega fingurþykkar lengjur - eða flegjið út ferkantað og uþb. fingurþykkt og skerið jafnlangar lengjur út.
Raðið á bökunarpappír og penslið vandlega með hvítlauksolíu og látið lyfta sér í 15 mínútur á pappírnum.
Bakið í miðjum ofni í 7 mínútur við 250°c . Takið plötuna úr ofninum og snúið öllum brauðstöngunum við. Penslið nú hliðina sem snýr upp mð hv´tilauksolíu. Bakið áfram í 3 -5 mínútur eða þangað til stangirnar eru gullinbrúnar. Penslið brauðstangirnar með afganginum af hvítlauksolíunni um leið og þær koma út úr ofninum, bíðið í fimm mínútur og berið fram.
Hvítlauksolía til að pensla með:
1/2 dl ólívuolía
4 pressuð hvítlauksrif
1 1/2 tsk hvítlaukssalt (verður að vera með)
30 gr brætt smjör
Bræðið smjörið í skál í örbylgjuofni eða í litlum potti. pressið hvítlaukinn ofaní, bætið svo matarolíu og kryddi saman við og hrærið.
Best er að setja stangirnar inn á undan pizzunni, því þær þurfa lengri tíma og það er líka allt í lagi að þær standi í ca 10 áður en þær eru borðaðar.
Það var mjög mikið hvítlauksbragð af stöngunum - sem var bara æði!
Grískt Kebab
ca 500 gr hakk (ég notaði nautahakk)
1 lítill laukur, hakkaður
1/2 bolli brauðrasp
1/2 bolli fetaostur (má sleppa - ég sleppti)
4 hvítlauksrif pressuð
1 stórt egg
2 - 3 msk kúrennur eða saxaðar rúsínur (ég sleppti)
1 msk ferskt engifer, rifið. (ég notaði ca 1/2 tsk þurrt engifer - átti ekki til meira)
1 tsk cumin (ekki kúmen - nauðsynlegt)
1/4 tsk kanill
1/4 tsk salt
Allt sett í skál og hrært saman, í höndunum eða í vél. Búnar til þykkar "pylsur" og grillpinna stungið í gegn. Grillað eða bakað í ofni. Ábyggilega mjög gott að búa til hamborgara úr þessu líka!
uppskriftin er hér: http://dinnerwithjulie.com/2008/03/28/day-88-greek-lamb-kebabs-with-tzatziki-and-blueberry-lemon-coconut-squares/
Tzatziki sósa:
hálf gúrka rifin og pressuð örlítið til að ná safanum úr.
1 dós sýrður rjómi - eða grísk jógúrt
2 - 3 pressuð hvítlauksrif - eftir smekkörlítið salt og pipar