1 kg epli
40 gr. smjör
Eplin eru skræld og skorin í grófa bita án kjarnans. Bræðið smjörið og bætið eplunum út í. Sjóðið eplin í smjörinu við vægan hita, með loki ofaná, í ca 15 mínútur þar til þau eru orðin mjög mjúk. Þá er þessu pressað í gegnum sigti og voilá eplamaukið er tilbúið! Það ætti að verða til ca 600 gr af eplamauki úr þessu. Kælið.
Sítrónukaka:
180 gr. mjúkt smjör
300 gr. hveiti
1 tsk. lyftiduft
160 gr. sykur
1 tsk. vanillusykur
smá salt
1 tsk. fínt rifinn sítrónubörkur (ég setti reyndar ábyggilega heila matskeið og það var rosalega gott)
smá kanill
1 egg.
Hitið ofinn í 180°c. Allt sett í skál og hnoðað vel í vél. Bökunarpappír er settur á botninn í smelluformog ca helmingnum af deiginu þrýst ofan í botninn og uþb 2 cm upp kantinn. Það er s.s. búinn til kantur fyrir eplamaukið þannig að það leki ekki út við formið. Öllu maukinu er helt yfir botninn og jafnað út. Restinni af deiginu er "sáldrað" yfir, ég keip bara bita og setti hér og það þangað til að ég var búin með allt deigið. Þetta er svo bakað í miðjum ofni í ca 50 mínútur. Þegar kakan er svo orðin köld er gott að sáldra flórsykri yfir.
Gott að bera þeyttan rjóma með þessari dásemd.
No comments:
Post a Comment