Pintrest

Thursday, 17 June 2021

Chilisulta

 Það eru ábyggilega til fullt af uppskriftum af chilisultu en þetta er sú besta sem ég hef smakkað. Hún er mjög einföld og tiltölulega fljótleg í framkvæmd. Það sem mér finnst best við hana er hvað hún er sterk. Ekki þannig að munnurinn logi en maður finnur alveg fyrir chili bragðinu. 

5 rauð chili með fræjum
1 sæt paprika (eða bara venjuleg) 
3 dl sykur
1 dl eplaedik
1-2 appelsínur (ég nota 1)
2 gelatín blöð (matarlím)

Allt er sett í blandara og keyrt þartil þetta er orðið að mauki. Þá er þetta sett í pott og látið malla í 15 - 20 mínútur. Matarlímið er sett í vatn í ca 5 mínútur og þegar sultan hefur soðið eru það sett útí og hrært saman við. Setjið sultuna strax í krukkur og kælið.

















No comments:

Post a Comment