
300 gr hveiti,
1 1/2 tsk ger
smá salt
2 msk olía
smá volg mjólk - held að ég hafi sett rúmlega 1 dl
volgt vatn
(marinn hvítlaukur) má sleppa eða setja eitthvað krydd í staðinn.

Allt hnoðað t.d. í vél og bætið vökvanum smátt og smátt úti til að sjá hversu mikið þarf. Látið deigið svo hefast. Næst er deiginu skipt í 4 hluta sem eru flattir út í kringlótta köku sem er svo steikt á þurri pönnu við frekar háan hita. Passið að fletja nógu vel út því þetta lyftist á pönnunni og við viljum ekki hafa þetta of þykkt.
Ég setti kökurnar á disk og undir rakt viskastykki til að halda bæði raka og hita í þeim. Þannig urðu þær líka mjúkar.Næst steikti ég kjúklingastrimla á pönnu, líka við frekar háan hita. Helminginn af kjúklingnum kryddaði ég, hinn ekki en í lok steikingartímans hellti ég sweet chili sósu út á og lét malla smástund.
Svo raðar maður því sem mann langar í á flatbrauðið, t.d. salati, kjúkling, gúrku, tómötum, lauk og hvaða grænmeti sem er. Ég hafði búið til hvítlauks/gúrkusósu (tatziki) á einfaldan hátt, notaði s.s. sýrðan rjóma, hvítlauk, rifna gúrku, salt og pipar og lét standa á meðan ég eldaði allt hitt. Ég setti reyndar frekar mikinn hvítlauk þannig að það reif í!Þetta á ég sko pottþétt eftir að gera oftar.


No comments:
Post a Comment