allt komið ofan á nema rifinn ostur |
pizzan tilbúin |
Gerið venjulegt pizzadeig, hér er t.d. ein uppskrift:
5 dl hveiti
1 bréf þurrger
smá salt
1 msk olía
2 dl volgt vatn
Allt hnoðað saman og látið hefast. Þetta passar á eina ofnskúffu.
Ofan á deigið er sett ólífuolía - ath EKKI pizzasósa. Þvínæst hvítlaukur, blaðlaukur, hvítmygluostur t.d. höfðingi, rifinn piparostur og svo rifinn pizzaostur yfir allt saman.
Þegar pizzan er svo bökuð setur maður hráskinku ofan á og svo klettasalat yfir allt saman og borðar með bestu lyst! Nammi namm :-)
No comments:
Post a Comment