Ég fæ alltaf vatn í munninn þegar ég hugsa um þennan rétt, því hann er alveg guðdómlega góður. Erna vinkona gaf mér að smakka þetta og ég át á mig gat!
Þetta var það eina sem mig langaði í í kvöldmatinn í kvöld. Ég veit ekkert sérstaklega hollt... ég sem ætlaði að fara í pásu í hvítum sykri, hvítu hveiti og geri en hugga mig við að... hmm... ja... mjólk er holl! Ég byrja bara í pásu á morgun!
Í þennan rétt notar maður 1 stóran hvítmygluost. Ég notaði Ljúfling. Smábrauð og sýróp.
Fyrst tekur maður brauð t.d. brauðbollur (svona smábrauð), sker það niður í ca 4 bita og raðar á plötu. dreytir smá olíu yfir og saltar. Þetta er svo bakað í ofni í jah, ca 15 - 20 mínútur við 180°c. Ég tók nú ekki tímann á þessu en þegar brauðið er aðeins farið að gyllast þá er það tilbúið.
Næst græjar maður ostinn. Setjið hann í eldfast mót, setjið smá olíu yfir og svo vel af svörtum pipar og smá salt (ja, dass af salti). Osturinn fer svo inn í ofninn og bakast í einhvern tíma. Aftur tók ég ekki tímann og tók minn ost aðeins of fljótt út, hann var ekki orðinn heitur í gegn en þá var líka bara allt í lagi að setja hann inn aftur.
Maður notar svo brauðstangirnar til að dýfa ofan í ostinn og svo það allra besta - að dýfa öllu dótinu ofan í sýróp, t.d. Maple syrup.
Verði ykkur að góðu!
Friday, 27 December 2013
Wednesday, 4 December 2013
Sjúklega góð ísterta
Þessa uppskrift sá ég í blaði fyrir mörgum árum síðan, en hef bara gert hana þrisvar sinnum. Aðalega vegna þess að það tekur svo langan tíma að gera hana. Þetta er svosem ekkert vesen samt, en maður þarf bara að gera ráð fyrir góðum tíma (nokkrum dögum).
Uppskriftin er s.s. svona:
Botninn er bara uppáhalds súkkulaðikakan ykkar. Ég nota þessa hér:
125 gr. smjörlíki
300 gr sykur
2 egg
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1 tsk salt
4 msk kakó
2 1/2 dl mjólk
Þeytið sykur og smjörlíki vel saman, bætið eggjum við og svo öllu hinu.
Bakað í einu stóru, eða tveimur litlum formum í ca 40 mín við 175°c. Fyrir þessa tertu baka ég þetta í einu stóru smelluformi. Geri það reyndar alltaf því ég á ekki 2 minni!
Þegar kakan er orðin köld þá er hægt að gera ísinn. Hægt er að nota hvaða uppskrift sem er, en mér finnst þessi sérstaklega góð:
Koníaksís:
1/2 l rjómi
5 egg
1/2 bolli sykur
1/4 dl lagað kaffi
100 gr súkkulaði (spænir eða saxað)
1/2 dl koníak.
Þeytið rjómann og geymið. Þeytið sykurinn og eggin í hrærivélinni í u.þ.b. 8 mín, eða þar til massinn er orðinn léttur. Blanið eggjablöndunni varlega saman við rjómann og bætið að endingu kaffi, súkkulaði og koníak við.
Losið tertuna í smelluforminu og festið það svo aftur. Hellið ísnum yfir. Hjá mér verður ísinn ekki alveg jafnþykkur og kakan en það er allt í lagi, það verður líka afgangur af ísnum sem fer bara í box í frystinn. Setjið tertuna svo í frysti.
Þá er það marengsinn:
3-4 eggjahvítur
250 gr sykur
100 gr vatn.
Sjóðið vatn og sykur samn í potti í smástund og stífþeytið eggjahvíturnar á meðan (já og kveikið líka á bakaraofninum um leið. Stillið á hæsta hita bara uppi). Þegar eggjahvíturnar eru orðnar þéttar og sykurvatnið búið að sjóða smástund, er vatninu hellt saman við stífar eggjahvíturnar í mjórri bunu og þeytið á meðan og alveg þar til þetta er orðið kalt. ALLS EKKI STOPPA ÞEYTINGUNA ÞVÍ ÞÁ FELLUR DEIGIÐ. Smyrjið þessu svo á tertuna eða sprautið að vilt. Þetta fer svo inn í heitan ofninn í örfáar mínútur - við erum að tala um bara 2 - 4 eða þar til marengsinn er orðinn ljósbrúnn.
Gott er að láta kökuna standa í uþb 30 mín áður en hún er skorin.
Verði ykkur að góðu!
Uppskriftin er s.s. svona:
Botninn er bara uppáhalds súkkulaðikakan ykkar. Ég nota þessa hér:
125 gr. smjörlíki
300 gr sykur
2 egg
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1 tsk salt
4 msk kakó
2 1/2 dl mjólk
Þeytið sykur og smjörlíki vel saman, bætið eggjum við og svo öllu hinu.
Bakað í einu stóru, eða tveimur litlum formum í ca 40 mín við 175°c. Fyrir þessa tertu baka ég þetta í einu stóru smelluformi. Geri það reyndar alltaf því ég á ekki 2 minni!
Þegar kakan er orðin köld þá er hægt að gera ísinn. Hægt er að nota hvaða uppskrift sem er, en mér finnst þessi sérstaklega góð:
Koníaksís:
1/2 l rjómi
5 egg
1/2 bolli sykur
1/4 dl lagað kaffi
100 gr súkkulaði (spænir eða saxað)
1/2 dl koníak.
Þeytið rjómann og geymið. Þeytið sykurinn og eggin í hrærivélinni í u.þ.b. 8 mín, eða þar til massinn er orðinn léttur. Blanið eggjablöndunni varlega saman við rjómann og bætið að endingu kaffi, súkkulaði og koníak við.
Losið tertuna í smelluforminu og festið það svo aftur. Hellið ísnum yfir. Hjá mér verður ísinn ekki alveg jafnþykkur og kakan en það er allt í lagi, það verður líka afgangur af ísnum sem fer bara í box í frystinn. Setjið tertuna svo í frysti.
Þá er það marengsinn:
3-4 eggjahvítur
250 gr sykur
100 gr vatn.
Sjóðið vatn og sykur samn í potti í smástund og stífþeytið eggjahvíturnar á meðan (já og kveikið líka á bakaraofninum um leið. Stillið á hæsta hita bara uppi). Þegar eggjahvíturnar eru orðnar þéttar og sykurvatnið búið að sjóða smástund, er vatninu hellt saman við stífar eggjahvíturnar í mjórri bunu og þeytið á meðan og alveg þar til þetta er orðið kalt. ALLS EKKI STOPPA ÞEYTINGUNA ÞVÍ ÞÁ FELLUR DEIGIÐ. Smyrjið þessu svo á tertuna eða sprautið að vilt. Þetta fer svo inn í heitan ofninn í örfáar mínútur - við erum að tala um bara 2 - 4 eða þar til marengsinn er orðinn ljósbrúnn.
Gott er að láta kökuna standa í uþb 30 mín áður en hún er skorin.
Verði ykkur að góðu!
Flokkur:
Bakstur,
Eftirréttir,
Ís
Monday, 11 November 2013
Flatbrauð (Naan brauð, Shawarma brauð... eða hvað sem þetta nú heitir)
Ég ákvað að búa til útlenskt flatbrauð - svona eins og hægt er að fá á Subway í Ameríku. Geggjað gott. Ég gúgglaði og gúgglaði en flestar uppskriftirnar sem ég fann voru ómögulegar - fyrir mig sko. Annað hvort var eitthvað hráefni í þeim sem ég átti ekki til eða að mælieiningarnar voru að þvælast fyrir mér. Svo ég bara bjó til mína uppskrift sem heppnaðist svona líka ljómandi vel sem dugar í 4 frekar stórar kökur. Það væri líklega hægt að ná 5 kökum út úr þessu líka - ég er þó ekki viss.
300 gr hveiti,
1 1/2 tsk ger
smá salt
2 msk olía
smá volg mjólk - held að ég hafi sett rúmlega 1 dl
volgt vatn
(marinn hvítlaukur) má sleppa eða setja eitthvað krydd í staðinn.
Allt hnoðað t.d. í vél og bætið vökvanum smátt og smátt úti til að sjá hversu mikið þarf. Látið deigið svo hefast. Næst er deiginu skipt í 4 hluta sem eru flattir út í kringlótta köku sem er svo steikt á þurri pönnu við frekar háan hita. Passið að fletja nógu vel út því þetta lyftist á pönnunni og við viljum ekki hafa þetta of þykkt.
Ég setti kökurnar á disk og undir rakt viskastykki til að halda bæði raka og hita í þeim. Þannig urðu þær líka mjúkar.
Næst steikti ég kjúklingastrimla á pönnu, líka við frekar háan hita. Helminginn af kjúklingnum kryddaði ég, hinn ekki en í lok steikingartímans hellti ég sweet chili sósu út á og lét malla smástund.
Svo raðar maður því sem mann langar í á flatbrauðið, t.d. salati, kjúkling, gúrku, tómötum, lauk og hvaða grænmeti sem er. Ég hafði búið til hvítlauks/gúrkusósu (tatziki) á einfaldan hátt, notaði s.s. sýrðan rjóma, hvítlauk, rifna gúrku, salt og pipar og lét standa á meðan ég eldaði allt hitt. Ég setti reyndar frekar mikinn hvítlauk þannig að það reif í!
Þetta á ég sko pottþétt eftir að gera oftar.
300 gr hveiti,
1 1/2 tsk ger
smá salt
2 msk olía
smá volg mjólk - held að ég hafi sett rúmlega 1 dl
volgt vatn
(marinn hvítlaukur) má sleppa eða setja eitthvað krydd í staðinn.
Allt hnoðað t.d. í vél og bætið vökvanum smátt og smátt úti til að sjá hversu mikið þarf. Látið deigið svo hefast. Næst er deiginu skipt í 4 hluta sem eru flattir út í kringlótta köku sem er svo steikt á þurri pönnu við frekar háan hita. Passið að fletja nógu vel út því þetta lyftist á pönnunni og við viljum ekki hafa þetta of þykkt.
Ég setti kökurnar á disk og undir rakt viskastykki til að halda bæði raka og hita í þeim. Þannig urðu þær líka mjúkar.
Næst steikti ég kjúklingastrimla á pönnu, líka við frekar háan hita. Helminginn af kjúklingnum kryddaði ég, hinn ekki en í lok steikingartímans hellti ég sweet chili sósu út á og lét malla smástund.
Svo raðar maður því sem mann langar í á flatbrauðið, t.d. salati, kjúkling, gúrku, tómötum, lauk og hvaða grænmeti sem er. Ég hafði búið til hvítlauks/gúrkusósu (tatziki) á einfaldan hátt, notaði s.s. sýrðan rjóma, hvítlauk, rifna gúrku, salt og pipar og lét standa á meðan ég eldaði allt hitt. Ég setti reyndar frekar mikinn hvítlauk þannig að það reif í!
Þetta á ég sko pottþétt eftir að gera oftar.
Flokkur:
Bakstur,
Brauð,
hakk,
kjúklingur,
Matur
Friday, 7 June 2013
Pizza með hráskinku og klettasalati
Pizza með hráskinku og klettasalati (eða á ítölsku: pizza con prosciutto crudo e rucola) er alveg hrikalega góð. Við fengum að smakka svona í heimahúsi um daginn og kolféllum fyrir henni.
Gerið venjulegt pizzadeig, hér er t.d. ein uppskrift:
5 dl hveiti
1 bréf þurrger
smá salt
1 msk olía
2 dl volgt vatn
Allt hnoðað saman og látið hefast. Þetta passar á eina ofnskúffu.
Ofan á deigið er sett ólífuolía - ath EKKI pizzasósa. Þvínæst hvítlaukur, blaðlaukur, hvítmygluostur t.d. höfðingi, rifinn piparostur og svo rifinn pizzaostur yfir allt saman.
Þegar pizzan er svo bökuð setur maður hráskinku ofan á og svo klettasalat yfir allt saman og borðar með bestu lyst! Nammi namm :-)
allt komið ofan á nema rifinn ostur |
pizzan tilbúin |
Gerið venjulegt pizzadeig, hér er t.d. ein uppskrift:
5 dl hveiti
1 bréf þurrger
smá salt
1 msk olía
2 dl volgt vatn
Allt hnoðað saman og látið hefast. Þetta passar á eina ofnskúffu.
Ofan á deigið er sett ólífuolía - ath EKKI pizzasósa. Þvínæst hvítlaukur, blaðlaukur, hvítmygluostur t.d. höfðingi, rifinn piparostur og svo rifinn pizzaostur yfir allt saman.
Þegar pizzan er svo bökuð setur maður hráskinku ofan á og svo klettasalat yfir allt saman og borðar með bestu lyst! Nammi namm :-)
Flokkur:
Matur
Thursday, 23 May 2013
Kjúklingasúpa
Þetta er besta kjúklingasúpa sem ég hef smakkað. Fékk þessa uppskrift frá Gullu vinkonu.
3-4 msk olía til að steikja
1 1/2 msk karrý
2-3 hvítlauksrif (meira eða minna eftir smekk)
1 stk blaðlaukur
3 stk paprikur (lit eftir eigin vali)
Þetta er allt skorið og steikt á pönnu - já karrýið með!
100 gr hreinn rjómaostur
1 flaska Heinz Chili Sauce
1 teningur grænmetiskraftur
3 teningar kjötkraftur
1 1/2 - 2 lítrar vatn
1/2 lítri rjómi
salt og pipar
Öllu sullað saman í pott. Smakkið til súpuna. Ég set alltaf salt og pipar alveg síðast því oft finnst mér hún vera passlega bragðgóð án þess að nota það.
6 - 8 kjúklingabringur (fer eftir fjölda matargesta - eða efnahag! Má líka vera steikt hakk, svínagúllas eða jafnvel fiskmeti)
Bringurnar eru skornar í litla bita, steiktar á pönnu og settar í súpuna rétt áður en hún er borin fram. Það fer eftir smekk hvers og eins hvort bringurnar eru kryddaðar við steikingu.
Gott er að bera súpuna fram með rifnum osti, doritos snakki (eða sambærilegu) og jafnvel slettu af sýrðum rjóma. Líka góð eintóm.
3-4 msk olía til að steikja
1 1/2 msk karrý
2-3 hvítlauksrif (meira eða minna eftir smekk)
1 stk blaðlaukur
3 stk paprikur (lit eftir eigin vali)
Þetta er allt skorið og steikt á pönnu - já karrýið með!
100 gr hreinn rjómaostur
1 flaska Heinz Chili Sauce
1 teningur grænmetiskraftur
3 teningar kjötkraftur
1 1/2 - 2 lítrar vatn
1/2 lítri rjómi
salt og pipar
Öllu sullað saman í pott. Smakkið til súpuna. Ég set alltaf salt og pipar alveg síðast því oft finnst mér hún vera passlega bragðgóð án þess að nota það.
6 - 8 kjúklingabringur (fer eftir fjölda matargesta - eða efnahag! Má líka vera steikt hakk, svínagúllas eða jafnvel fiskmeti)
Bringurnar eru skornar í litla bita, steiktar á pönnu og settar í súpuna rétt áður en hún er borin fram. Það fer eftir smekk hvers og eins hvort bringurnar eru kryddaðar við steikingu.
Gott er að bera súpuna fram með rifnum osti, doritos snakki (eða sambærilegu) og jafnvel slettu af sýrðum rjóma. Líka góð eintóm.
Flokkur:
kjúklingur,
Súpa
Hrært brauð / Artisan brauð
Þessa brauðuppskrift fann ég þegar ég ákvað að gúggla "Best bread in the world"! Já, það er stundum mjög gaman að leita að einhverju sem maður veit í raun ekki hvað er.
Þetta brauð er hrært - ekki hnoðað og er alveg sáraeinfalt. Uppskriftina fékk ég héðan en það er hægt að fá fullt af allskonar uppskriftum ef maður slær "no knead bread" í google.
3 bollar hveiti
1 3/4 tsk salt
1/2 tsk ger
1 1/2 bolli volgt vatn.
Setjið þurrefnin í skál og blandið vatninu saman með sleif. Þetta tekur örfáar mínútur og á að vera klesst sbr fyrstu myndina.
Deigið er nú geymt inni í ísskáp yfir nótt, ég setti plastfilmu yfir skálina en það er líka hægt að hafa þetta í stórri plastdollu með loki ef þið eigið hana til.
Daginn eftir losaði ég hliðarnar á deiginu, stráði smá hveiti yfir og hristi skálina þannig að hveitið fór á allar hliðar. Það er líka bara hægt að sturta deiginu á hveitistráð borð. Næst er að móta stóra kúlu og það er gert með því að strjúka deiginu þannig að maður sléttir það að ofan og dregur allt undir kúluna. Næst skar ég kross í brauðið. Það þjónar einhverjum tilgangi en ég man nú alls ekki hver sá tilgangur var!! En það lítur líka vel út.
Ég lét brauðkúluna hvíla á bökunarpappír í ca 30 mínútur og á meðan hitaði ég ofninn upp í 230°c. Nú kom það erfiðasta það var að ákveða hvernig ég ætti að baka það! Ég ákvað á endanum að nota pott úr pottjárni, með loki sem þolir háan hita í ofni og baka það í honum. Það þarf að hita pottinn í ofninum áður en brauðið fer í hann. Ég stráði smá sesamfræjum og Saltverkssalti yfir. Svo er þetta bakað með loki í ca 30 mínútur. Þá er lokið tekið af og bakað í 10 - 15 mínútur. Þá er það tilbúið. Ef þið eigið ekki til pott til að baka það í, þá bara bakið það á plötu.
Ég er búin að finna fullt af svipuðum brauðuppskriftum á netinu bæði skrifuðum og líka á Youtube (þetta heitir Artisan bread). Ein síðan talaði um að búa til mikið deig og geyma það svo inni í ísskáp, jafnvel í nokkra daga. Á morgnana getur maður svo bara klippt af deiginu hæfilegt magn og bakað. Það er hægt að gera brauðbollur, baguette og jafnvel pizzu með þessari uppskrift. Og það er líka hægt að breyta uppskriftinni t.d. með því að setja heilhveiti í, fræ, krydd eða jafnvel tómata eða ólífur.
Þetta brauð er smá seigt, með harðri skorpu og alveg hrikalega gott!
Þetta brauð er hrært - ekki hnoðað og er alveg sáraeinfalt. Uppskriftina fékk ég héðan en það er hægt að fá fullt af allskonar uppskriftum ef maður slær "no knead bread" í google.
3 bollar hveiti
1 3/4 tsk salt
1/2 tsk ger
1 1/2 bolli volgt vatn.
Setjið þurrefnin í skál og blandið vatninu saman með sleif. Þetta tekur örfáar mínútur og á að vera klesst sbr fyrstu myndina.
Deigið er nú geymt inni í ísskáp yfir nótt, ég setti plastfilmu yfir skálina en það er líka hægt að hafa þetta í stórri plastdollu með loki ef þið eigið hana til.
Daginn eftir losaði ég hliðarnar á deiginu, stráði smá hveiti yfir og hristi skálina þannig að hveitið fór á allar hliðar. Það er líka bara hægt að sturta deiginu á hveitistráð borð. Næst er að móta stóra kúlu og það er gert með því að strjúka deiginu þannig að maður sléttir það að ofan og dregur allt undir kúluna. Næst skar ég kross í brauðið. Það þjónar einhverjum tilgangi en ég man nú alls ekki hver sá tilgangur var!! En það lítur líka vel út.
Ég lét brauðkúluna hvíla á bökunarpappír í ca 30 mínútur og á meðan hitaði ég ofninn upp í 230°c. Nú kom það erfiðasta það var að ákveða hvernig ég ætti að baka það! Ég ákvað á endanum að nota pott úr pottjárni, með loki sem þolir háan hita í ofni og baka það í honum. Það þarf að hita pottinn í ofninum áður en brauðið fer í hann. Ég stráði smá sesamfræjum og Saltverkssalti yfir. Svo er þetta bakað með loki í ca 30 mínútur. Þá er lokið tekið af og bakað í 10 - 15 mínútur. Þá er það tilbúið. Ef þið eigið ekki til pott til að baka það í, þá bara bakið það á plötu.
Ég er búin að finna fullt af svipuðum brauðuppskriftum á netinu bæði skrifuðum og líka á Youtube (þetta heitir Artisan bread). Ein síðan talaði um að búa til mikið deig og geyma það svo inni í ísskáp, jafnvel í nokkra daga. Á morgnana getur maður svo bara klippt af deiginu hæfilegt magn og bakað. Það er hægt að gera brauðbollur, baguette og jafnvel pizzu með þessari uppskrift. Og það er líka hægt að breyta uppskriftinni t.d. með því að setja heilhveiti í, fræ, krydd eða jafnvel tómata eða ólífur.
Þetta brauð er smá seigt, með harðri skorpu og alveg hrikalega gott!
Flokkur:
Brauð
Sunday, 14 April 2013
Heimagert granóla
Ég elska heimagert granóla en ég borða það ekki með mjólk heldur bý ég til bita og borða þá eins og snakk. Ef þú vilt ekki geta bita heldur hafa þetta laust eins og múslí þá á að sleppa eggjahvítunni og hræra í blöndunni annað slagið á meðan hún bakast.
2 bollar tröllahafrar
1 tsk salt
1 tsk kanill
Slatti af hnetum, möndlum, fræjum og kókosflögum. Mér finnst gott að hafa hnetur og möndlur heilar - en stundum brýt ég þær.
Allt sett saman í skál og blandað vel.
Í aðra skál blandast
1/3 bolli olía (kókos eða ólífuolía)
1/3 bolli hunang
1 msk hlynsýróp eða agave - ekki nauðsynlegt en mjög gott.
1 tsk vanilludropar
1 eggjahvíta - Ekki ef þið viljið hafa þetta laust.
Hellið þessu svo yfir þurrefnin og blandið. Öllu er svo hellt á plötu með bökunarpappír og jafnað út. Mér finnst þetta bakast betur ef ég set svona rákir í blönduna. Bakast svo í ofni við ca 180°c í uþb. 15 mínútur. Passið þetta samt því þetta brennur auðveldlega. Væri kannski gott að baka þetta við lægri hita... hmm... ætti að prófa það næst!
Þegar þetta er svo orðið kalt er þetta brotið í hæfilega bita og sett í ílát með þéttu loki, þá helst þetta frekar stökkt.
2 bollar tröllahafrar
1 tsk salt
1 tsk kanill
Slatti af hnetum, möndlum, fræjum og kókosflögum. Mér finnst gott að hafa hnetur og möndlur heilar - en stundum brýt ég þær.
Allt sett saman í skál og blandað vel.
Í aðra skál blandast
1/3 bolli olía (kókos eða ólífuolía)
1/3 bolli hunang
1 msk hlynsýróp eða agave - ekki nauðsynlegt en mjög gott.
1 tsk vanilludropar
1 eggjahvíta - Ekki ef þið viljið hafa þetta laust.
Á leið í ofninn |
Hellið þessu svo yfir þurrefnin og blandið. Öllu er svo hellt á plötu með bökunarpappír og jafnað út. Mér finnst þetta bakast betur ef ég set svona rákir í blönduna. Bakast svo í ofni við ca 180°c í uþb. 15 mínútur. Passið þetta samt því þetta brennur auðveldlega. Væri kannski gott að baka þetta við lægri hita... hmm... ætti að prófa það næst!
Þegar þetta er svo orðið kalt er þetta brotið í hæfilega bita og sett í ílát með þéttu loki, þá helst þetta frekar stökkt.
Tilbúið Granóla - á bara eftir að kólna og brjóta í bita |
Flokkur:
Eftirréttir,
Morgunmatur,
Snarl
Monday, 4 February 2013
Kjúklingur í rjómasósu með rauðlauk og sveppum
Ó, þetta er svo gott!
Í þetta nota ég:
1 kjúklingabringa á mann
2 rauðlauka slatta af ferskum sveppum (eftir smekk)
1/2 ltr. rjómi
smá olíu til að steikja
Saxið fyrst rauðlaukinn og sveppina og steikið á pönnu þar til mjúkt. Setjið svo til hliðar þar til seinna.
Næst eru kjúklingabringurnar kryddaðar. Ég notaði þarna kjúklingakrydd - bara af því að ég átti það en ekkert annað sem passaði betur. Steikið bringurnar á pönnu, bara þannig að þær lokist.
Næst fer maukið saman við, ég reyni að láta það fara á milli bitanna. Þá er rjómanum hellt yfir og ég nota alvöru rjóma, en það skiptir sjálfsagt ekki öllu máli.
Þetta er svo soðið á pönnunni, undir loki, í ca 30 mín. Athugið að þessi panna var of lítil, ég þurfti að skipta því að rjóminn sauð uppúr og það hefur ekkert með það að gera að ég skrapp á Facebook rétt á meðan! Það er líka ábyggilega hægt að skella þessu bara í form og inn í heitan ofn.
Mér finnst best að hafa ferskt tagliatelle með þessu en ég er viss um að brún hrísgrjón væru líka æði. Það er líka gott að hafa ferskt salat með þessu - ég bara gleymdi að kaupa það.
Verði ykkur að góðu!
Í þetta nota ég:
1 kjúklingabringa á mann
2 rauðlauka slatta af ferskum sveppum (eftir smekk)
1/2 ltr. rjómi
smá olíu til að steikja
Saxið fyrst rauðlaukinn og sveppina og steikið á pönnu þar til mjúkt. Setjið svo til hliðar þar til seinna.
Næst eru kjúklingabringurnar kryddaðar. Ég notaði þarna kjúklingakrydd - bara af því að ég átti það en ekkert annað sem passaði betur. Steikið bringurnar á pönnu, bara þannig að þær lokist.
Næst fer maukið saman við, ég reyni að láta það fara á milli bitanna. Þá er rjómanum hellt yfir og ég nota alvöru rjóma, en það skiptir sjálfsagt ekki öllu máli.
Þetta er svo soðið á pönnunni, undir loki, í ca 30 mín. Athugið að þessi panna var of lítil, ég þurfti að skipta því að rjóminn sauð uppúr og það hefur ekkert með það að gera að ég skrapp á Facebook rétt á meðan! Það er líka ábyggilega hægt að skella þessu bara í form og inn í heitan ofn.
Mér finnst best að hafa ferskt tagliatelle með þessu en ég er viss um að brún hrísgrjón væru líka æði. Það er líka gott að hafa ferskt salat með þessu - ég bara gleymdi að kaupa það.
Verði ykkur að góðu!
Flokkur:
kjúklingur,
Matur
Friday, 4 January 2013
Pítubrauð
Það er alveg ótrúlega einfalt að baka pítubrauð, ég sem hélt að það væri svo flókið!
Uppskriftin er tekin héðan:
3 dl.volgt vatn
1 pk. þurrger
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
ca.500 gr. hveiti
Best er að nota ekki allt hveitið strax heldur bara um 400 gr og bæta svo frekar við. Deigið er hnoðað og látið lyfta sér í ca.1 klst. Þá er deigið hnoðað aftur og því skift í ca. 8 parta. Mótað í ílangar kúlur og látið hefast aftur í ca.15 mín. Bakað í mjög heitum ofni ca.250° í ca.7 mín eða þar til brauðið hefur náð fallegum bökunartón.
Þetta bragðaðist bara ljómandi vel. Eins og sjá má á myndinni af Hinrik eru pítubrauðin ekki mjög stór. Það er þegar 8 brauð eru búin til úr þessari uppskrift.
Uppskriftin er tekin héðan:
3 dl.volgt vatn
1 pk. þurrger
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
ca.500 gr. hveiti
Best er að nota ekki allt hveitið strax heldur bara um 400 gr og bæta svo frekar við. Deigið er hnoðað og látið lyfta sér í ca.1 klst. Þá er deigið hnoðað aftur og því skift í ca. 8 parta. Mótað í ílangar kúlur og látið hefast aftur í ca.15 mín. Bakað í mjög heitum ofni ca.250° í ca.7 mín eða þar til brauðið hefur náð fallegum bökunartón.
Þetta bragðaðist bara ljómandi vel. Eins og sjá má á myndinni af Hinrik eru pítubrauðin ekki mjög stór. Það er þegar 8 brauð eru búin til úr þessari uppskrift.
Subscribe to:
Posts (Atom)