Pintrest

Thursday, 5 August 2021

Geggjað gott brokkolísalat

 Þetta salat er hrikalega gott, bæði eitt og sér og sem meðlæti. Það passar alveg einstaklega vel með grillkjöti. Það er hægt að slumpa í þetta salat bæta við eða minka eftir því hvað hverjum og einum finnst gott. Magnið sem ég gef hér upp er því eiginlega bara viðmið. Þetta salat er ekkert síðra daginn eftir! 

1 dós sýrður rjómi
slatti af majonesi
safi úr 1/2 lime
1 - 2 msk hvítvíns- eða eplaedik
1/2 rauður laukur
10 stk döðlur
1 epli
1 brokkolí - allt notað, líka stilkurinn. 
3 sneiðar beikon.

Steikið beikonið og kælið. Blandið sýrðum rjóma, majonesi, safa úr lime og ediki saman. Allt annað er saxað niður og blandað saman við. Verði ykkur að góðu.

 





No comments:

Post a Comment