Ég þarf að vera duglegri að setja inn uppskriftir! Ég bara veit það.
Í dag tók ég upp kjúklingabringur án þess að vera búin að ákveða hvað ég ætlaði að elda úr þeim. Eftir smá heilabrot kom það: Kjúklingaborgarar!! Óje! Hef aldrei gert svoleiðis áður (hef hingað til bara stólað á McDonalds) svo það var gúgglað. Endaði svo á uppskrift frá Food Network en afþví að ég á svo erfitt með að fara eftir uppskriftum (aðalega því að ég nenni ekki að vikta allt) þá varð hún pínu, pínu öðruvísi. Eða þið vitið... næstum því alveg eins! Helsti munurinn var að ég var búin að taka upp 4 bringur áður en ég ákvað uppskriftina og því ákvað ég að nota þær allar. Veit ekkert hvað þær voru þungar svo þær voru allar hakkaðar. Ég hakkaði líka laukinn með. Og svo sleppti ég mjólkinni. 4 bringur var allt of mikið fyrir okkur, þetta gerði 9 borgara en það er allt í lagi, restin fór í frysti og verður tekin upp þegar vantar eitthvað fljótlegt.
4 stórar kjúklingabringur
1 lítill laukur eða 1/2 stór
salt (mætti alveg setja 1 1/2 tsk)
pipar
1/4 tsk cayenne pipar
2 bollar brauðrasp
olía til steikingar
Bringurnar eru hakkaðar ásamt lauknum, svo er öllu blandað saman með sleif. Setjið bara uþb helminginn af raspinum út í og geymið restina. Ég notaði bara keyptan rasp og ákvað að láta deigið bíða pínulítið. Það borgaði sig því það þykknaði meira við það. Restin af raspinum er svo sett á disk til að velta borgurunum upp úr fyrir steikingu. Deigið er frekar blautt og klístrað. Maður tekur svo ca 2-3 msk af deigi í lófann og mótar borgara. Má alveg hafa meira eða minna eftir smekk. Þetta er svo steikt á pönnu með olíu á miðlungshita fyrst í ca 5 mínútur á annari hliðinni svo í ca 3 - 4 á hinni. Bætið olíu útá eftir þörfum.
Og þetta er nú allt og sumt! Borðað með hamborgarabrauði, fersku salati, tómötum og hamborgarasósu eða majonesi. Eða bara því sem ykkur langar í.
Ég steingleymdi að taka mynd af tilbúnum borgara í brauði með öllu svo þessi eina af þeim nýsteiktum verður að duga :-)
Thursday, 28 November 2019
Sunday, 29 September 2019
Íslensk kjötsúpa
Við erum sennilega flest öll vön að gera kjötsúpu með því að nota súpujurtir en það er bara algjörlega ónauðsynlegt. Líklega hefur staðan einhverntíman verið þannig að ekki var búið að finna upp á "súpujurtum" í poka! Þetta er nú bara ágiskun hjá mér :-)
Líkt og á Íslandi er lambakjötstímabilið núna í Noregi, og sjálfsagt víðar. Kjöt er á tilboði í mörgum búðum og því er alveg upplagt að skella í eina kjötsúpu. Smá ábending að ef þið eigið ekki til nægilega stóran pott þá er upplagt að kíkja á nytjamarkaði. Ég fann einn 10 lítra pott í gær með
loki og fékk hann á 20 NOK.
Uppskriftin hér er úr bókinni Matur og Drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Algjör biblía eldhúsins! Það er bókstaflega allt í þessari bók! Já eða svo gott sem.
Kjötsúpa
3/4 - 1 kg lambakjöt
2 - 2 1/2 l. vatn
1 1/2 msk salt
30 g hrísgrjón
1/2 kg gulrófur
250 g kartöflur
150 g hvítkál
250 g gulrætur
1 msk söxuð steinselja
1 laukur eða blaðlaukur.
Kjötið má hafa í smáum bitum - eða heilum eins og mér líkar það best. Soðið í 25 mínútur (lengur ef bitarnir eru stórir). Grjónin eru þvegin úr köldu vatni og látin út í og soðið áfram í 20 mínútur. Grænmetið er hreinsað og skorið niður í þægilega munnbita og sett út í súpuna síðustu 20 mínúturnar. Saltað meira ef þörf þykir.
Í staðinn fyrir hrísgrjón má líka nota bygggrjón (45 - 50 mín í suðu) eða hafragrjón (5- 10 mín í suðu).
Ef það verður afgangur er gott að skera kjötið niður í passlega bita, blanda því saman við og annað hvort hita upp í næstu máltíð eða setja í ílát (box eða zip-lok poka) og frysta.
Líkt og á Íslandi er lambakjötstímabilið núna í Noregi, og sjálfsagt víðar. Kjöt er á tilboði í mörgum búðum og því er alveg upplagt að skella í eina kjötsúpu. Smá ábending að ef þið eigið ekki til nægilega stóran pott þá er upplagt að kíkja á nytjamarkaði. Ég fann einn 10 lítra pott í gær með
loki og fékk hann á 20 NOK.
Uppskriftin hér er úr bókinni Matur og Drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Algjör biblía eldhúsins! Það er bókstaflega allt í þessari bók! Já eða svo gott sem.
Kjötsúpa
3/4 - 1 kg lambakjöt
2 - 2 1/2 l. vatn
1 1/2 msk salt
30 g hrísgrjón
1/2 kg gulrófur
250 g kartöflur
150 g hvítkál
250 g gulrætur
1 msk söxuð steinselja
1 laukur eða blaðlaukur.
Kjötið má hafa í smáum bitum - eða heilum eins og mér líkar það best. Soðið í 25 mínútur (lengur ef bitarnir eru stórir). Grjónin eru þvegin úr köldu vatni og látin út í og soðið áfram í 20 mínútur. Grænmetið er hreinsað og skorið niður í þægilega munnbita og sett út í súpuna síðustu 20 mínúturnar. Saltað meira ef þörf þykir.
Í staðinn fyrir hrísgrjón má líka nota bygggrjón (45 - 50 mín í suðu) eða hafragrjón (5- 10 mín í suðu).
Ef það verður afgangur er gott að skera kjötið niður í passlega bita, blanda því saman við og annað hvort hita upp í næstu máltíð eða setja í ílát (box eða zip-lok poka) og frysta.
Sunday, 9 June 2019
Krónhjartarpottréttur
Kjötið léttsteikt |
Grænmetið skorið í bita og brúnað létt |
Svona endaði þetta:
Ca 800 gr krónhjartarkjöt (eða önnur villibráð)
5 skarlottulaukar
5 dl góður kraftur
2 gulrætur
3 dl rjómi
ca 1/4 blaðlaukur
Rjómi settur út í soðið og svo þykkt með hveiti |
smá hveiti til að þykkja sósuna
Öllu blandað saman og hitað upp |
Skerið allt grænmetið í passlega grófa bita og brúnið á pönnu. Hitið vatn með krafti og setjið sultu út í. Öllu er svo blandað saman í potti eða djúpri pönnu og látið malla í smá stund. Tíminn fer aðeins eftir hversu meyrt kjötið er. Ég hugsa að ég hafi soðið þetta í ca 7 mínútur. Ég smakkaði bara einn bitann og fannst hann passlegur! Næst veiðir maður allt kjötið og grænmetið upp (eða hellir soðinu af í pott) og setur rjómann saman við soðið. Smakkið til með salti og pipar. Sósan er látin sjóða smá stund og svo er hún þykkt með hveiti- og vatnsblöndu.
Þetta er svo borðað með soðnum kartöflum og týttuberjasultu.
Sunday, 5 May 2019
Píta
Ég hef áður skrifað um bakstur á pítubrauði en í kvöld prófaði ég aðra bakstursaðferð en það var að steikja brauðið á þurri og mjög heitri pönnu og vá hvað það var gott. Það er auðvitað aðeins seinlegra en að baka þau í ofni en alveg þess virði. Ég bjó líka til pítusósuna sjálf en þar sem við búum núna í Noregi þá hef ég ekki fundið neina sósu sem okkur þykir góð í pítu.
Pítubrauð:
3 dl.volgt vatn
1 pk. þurrger
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
ca.500 gr. hveiti
Best er að nota ekki allt hveitið strax heldur bara um 400 gr og bæta svo frekar við. Deigið er hnoðað og látið lyfta sér í ca.1 klst. Þá er deigið hnoðað aftur og því skift í ca. 8 parta. Athugið að með að skipta í 8 hluta eru brauðin frekar lítil en þá væri bara hægt að hafa þau færri, t.d. 7 eða 6. Bara svo þið hafið þetta í huga. Ég rúlla hverjum parti aðeins upp í kúlu og nota svo kökukefli til að fletja það passlega mikið út eða ca 0,5 cm. Þegar búið er að fletja allt út er hvert brauð steikt á mjög heitri pönnu. Ég nota gamla steypujárnspönnu til þess og hef á næstum því alveg hæsta hita. Það þarf að snúa brauðunum nokkrum sinnum við, eða amk 4 sinnum. Þá fara þau nefnilega að lyftast og við það verða þau hol að innan og ekkert mál verður að fylla þau með gúmmelaði.
Pítusósuna gerði ég svona:
ca 3 msk grísk jógúrt (afþví að ég átti hana, annars hefði ég kannski notað sýrðan rjóma)
ca jafnmikið af majónesi
slatti af Herbes de Provence kryddi (ég notaði frá Santa Maria en veit að það eru til sambærileg krydd frá öðrum framleiðendum sem heita þá svipað).
pínu salt.
Hrærið öllu saman og látið standa. Ég gerði sósuna strax eftir að ég var búin að hnoða deigið í pítubrauðið og bragðið af henni var mun betra þegar hún var aðeins búin að standa. Bragðið er alls ekki svo ólíkt pítusósunni eins og við þekkjum hana á Íslandi en mér fannst samt vanta eitthvað uppá. Kannski meira majó... kannski majoram krydd... þetta verður prófað næst.
Svo er bara að steikja eitthvað kjöt - eða ekki. Við notum alltaf nautahakk og svo bara það grænmeti sem manni finnst best.
Pítubrauð:
3 dl.volgt vatn
1 pk. þurrger
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
ca.500 gr. hveiti
Best er að nota ekki allt hveitið strax heldur bara um 400 gr og bæta svo frekar við. Deigið er hnoðað og látið lyfta sér í ca.1 klst. Þá er deigið hnoðað aftur og því skift í ca. 8 parta. Athugið að með að skipta í 8 hluta eru brauðin frekar lítil en þá væri bara hægt að hafa þau færri, t.d. 7 eða 6. Bara svo þið hafið þetta í huga. Ég rúlla hverjum parti aðeins upp í kúlu og nota svo kökukefli til að fletja það passlega mikið út eða ca 0,5 cm. Þegar búið er að fletja allt út er hvert brauð steikt á mjög heitri pönnu. Ég nota gamla steypujárnspönnu til þess og hef á næstum því alveg hæsta hita. Það þarf að snúa brauðunum nokkrum sinnum við, eða amk 4 sinnum. Þá fara þau nefnilega að lyftast og við það verða þau hol að innan og ekkert mál verður að fylla þau með gúmmelaði.
Pítusósuna gerði ég svona:
ca 3 msk grísk jógúrt (afþví að ég átti hana, annars hefði ég kannski notað sýrðan rjóma)
ca jafnmikið af majónesi
slatti af Herbes de Provence kryddi (ég notaði frá Santa Maria en veit að það eru til sambærileg krydd frá öðrum framleiðendum sem heita þá svipað).
pínu salt.
Hrærið öllu saman og látið standa. Ég gerði sósuna strax eftir að ég var búin að hnoða deigið í pítubrauðið og bragðið af henni var mun betra þegar hún var aðeins búin að standa. Bragðið er alls ekki svo ólíkt pítusósunni eins og við þekkjum hana á Íslandi en mér fannst samt vanta eitthvað uppá. Kannski meira majó... kannski majoram krydd... þetta verður prófað næst.
Monday, 11 March 2019
Arabískur linsugrautur
Ég fór á matreiðslunámskeið í síðustu viku þar sem við lærðum að gera ýmsan arabískan mat. Alveg rosalega góður matur! Eitt af því sem við gerðum var linsugrautur úr rauðum linsum. Við spurðum hvaðan hann væri (kokkarnir voru frá Sómalíu og Palestínu) og þær sögðu að þetta væri bara arabískt. Fínasta svar það.
Í kvöld gerði ég svo þennan graut - fór samt ekki alveg eftir uppskriftinni og þar sem hann varð svo góður ákvað ég að blogga um hann svo ég gleymi ekki hvað ég gerði öðruvísi. Best að setja inn í sviga það sem stendur í uppskriftinni hvað eigi að vera.
2,5 stk laukur
5 stór hvítlauksrif (10 hvítlauksrif)
1 ferskt engifer, ca 5 cm (2,5)
5 msk ólífuolía
2,5 msk turmerik
5 tsk karrí
2.5 msk Garam masala
480 ml rauðar linsur úr dós (10 dl)
5 teningar grænmetiskraftur
slatti af vatni, kannski 4 dl (15 dl vatn) (ákvað að sjá til með þetta!)
2 dósir (eða fernur reyndar) hakkaðir tómatar (2,5 dósir)
2,5 tsk salt
dass af pipar (1,5 tsk)
safi úr 1 lime (safi úr 2,5 stk lime)
ferskur kóriander
jasmín hrísgrjón (basmati hrísgrjón)
Saxið lauk, hvítlauk og engifer smátt niður og steikið þar til það er mjúkt og glært í potti með olíu. Setjið því næst allt kryddið út í (nema kannski salt og pipar) og steikið áfram í 1 mínútu. Næst fara linsur, grænmetiskraftur og tómatar útí. Suðan er látin koma upp og svo er þetta látið sjóða í 20 mínútur. Linsugrauturinn á að vera álíka þykkur og hafragrautur. Smakkið til með salti, pipar og limesafa. Hrærið í af og til svo það festist ekki í botninum. Bætið við vatni og/ eða grænmetiskrafti ef linsunar draga mikið af vökvanum í sig.
Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum og berið fram með grautnum og stráið ferskum kóriander yfir - ef ykkur finnst hann góður. Við borðuðum þetta úr skálum og með skeið.
Með þessu gerði ég hrikalega gott naan brauð, uppskriftina fann ég hér https://veenaazmanov.com/stove-top-homemade-naan-indian-bread/
540 gr hveiti
2,5 tsk þurrger (eitt bréf)
1 tsk sykur
1 tsk olía
1 tsk salt
1 egg
120 ml hrein jógúrt
180 ml heitt vatn (ca 38°c)
Hrærið saman vatni, olíu, sykri og þurrgeri og látið standa í 5 - 10 mínútur þar til það fer að freyða. Blandið þurrefnunum saman á meðan, svo er öllu blandað saman í einu og hnoðað. Ég nota hrærivélina til að hnoða. Deigið er svo látið standa í amk 1 klst og svo er því skipt í 16 hluta. Fletjið hvern hluta fyrir sig í kringlótt flatbrauð og svo eru þau steikt á heitri, þurri pönnu þannig: steikið í 30 sekúndur, snúið, steikið í 30 sekúndur, snúið. Brauðinu er þannig snúið við þrisvar til fjórum sinnum. Okkur finnst svo voða gott að pensla hvert brauð með bræddu smjöri. Það er geymt undir viskastykki þar til öll brauðin eru tilbúin. Ítarlegri leiðbeiningar, ásamt videói, er að finna á síðunni þar sem ég fann uppskriftina.
Í kvöld gerði ég svo þennan graut - fór samt ekki alveg eftir uppskriftinni og þar sem hann varð svo góður ákvað ég að blogga um hann svo ég gleymi ekki hvað ég gerði öðruvísi. Best að setja inn í sviga það sem stendur í uppskriftinni hvað eigi að vera.
2,5 stk laukur
5 stór hvítlauksrif (10 hvítlauksrif)
1 ferskt engifer, ca 5 cm (2,5)
5 msk ólífuolía
2,5 msk turmerik
5 tsk karrí
2.5 msk Garam masala
480 ml rauðar linsur úr dós (10 dl)
5 teningar grænmetiskraftur
slatti af vatni, kannski 4 dl (15 dl vatn) (ákvað að sjá til með þetta!)
2 dósir (eða fernur reyndar) hakkaðir tómatar (2,5 dósir)
2,5 tsk salt
dass af pipar (1,5 tsk)
safi úr 1 lime (safi úr 2,5 stk lime)
ferskur kóriander
jasmín hrísgrjón (basmati hrísgrjón)
Saxið lauk, hvítlauk og engifer smátt niður og steikið þar til það er mjúkt og glært í potti með olíu. Setjið því næst allt kryddið út í (nema kannski salt og pipar) og steikið áfram í 1 mínútu. Næst fara linsur, grænmetiskraftur og tómatar útí. Suðan er látin koma upp og svo er þetta látið sjóða í 20 mínútur. Linsugrauturinn á að vera álíka þykkur og hafragrautur. Smakkið til með salti, pipar og limesafa. Hrærið í af og til svo það festist ekki í botninum. Bætið við vatni og/ eða grænmetiskrafti ef linsunar draga mikið af vökvanum í sig.
Sjóðið hrísgrjón eftir leiðbeiningum og berið fram með grautnum og stráið ferskum kóriander yfir - ef ykkur finnst hann góður. Við borðuðum þetta úr skálum og með skeið.
Með þessu gerði ég hrikalega gott naan brauð, uppskriftina fann ég hér https://veenaazmanov.com/stove-top-homemade-naan-indian-bread/
540 gr hveiti
2,5 tsk þurrger (eitt bréf)
1 tsk sykur
1 tsk olía
1 tsk salt
1 egg
120 ml hrein jógúrt
180 ml heitt vatn (ca 38°c)
Hrærið saman vatni, olíu, sykri og þurrgeri og látið standa í 5 - 10 mínútur þar til það fer að freyða. Blandið þurrefnunum saman á meðan, svo er öllu blandað saman í einu og hnoðað. Ég nota hrærivélina til að hnoða. Deigið er svo látið standa í amk 1 klst og svo er því skipt í 16 hluta. Fletjið hvern hluta fyrir sig í kringlótt flatbrauð og svo eru þau steikt á heitri, þurri pönnu þannig: steikið í 30 sekúndur, snúið, steikið í 30 sekúndur, snúið. Brauðinu er þannig snúið við þrisvar til fjórum sinnum. Okkur finnst svo voða gott að pensla hvert brauð með bræddu smjöri. Það er geymt undir viskastykki þar til öll brauðin eru tilbúin. Ítarlegri leiðbeiningar, ásamt videói, er að finna á síðunni þar sem ég fann uppskriftina.
Subscribe to:
Posts (Atom)