Þegar við bjuggum í Danmörku þá keyptum við oft snakk sem samanstóð af litlum brauðstöngum og osti til að dýfa ofaní. Hrikalega gott. Að mig minnti. Um síðustu helgi keypti ég svona aftur og þetta er jú, ennþá gott sem ég skil ekki alveg því þetta er nánast bragðlaust! Samt eitthvað við þetta. Svo ég fór að pæla að það væri nú kannski ekkert svo mikið mál að búa þetta til. Ég átti jú til mjög góðan, hreinan smurost í ísskápnum. Eftir smá gúggl datt ég niður á þessa fínu uppskrift. Þessar brauðstangir eru afskaplega auðveldar og fljótlegar. Og mjög góðar!
1 bolli heitt vatn
1 bréf þurrger
1 tsk sykur
2 msk olía
hveiti
Þessu öllu er hrært saman í skál. Ég mældi ekki hveitið heldur setti bara þartil að þetta varð eins og grautur. Plast er sett yfir skálina og þetta látið hefast í einhverja stund.
1 tsk salt
hveiti - setjið bara nægilega lítið í einu til að sjá hvenær það er tilbúið. En samanlagt er þetta líklega um 1,5 bolli af hveiti.
Krydd að eigin vali. Ég er búin að prófa að setja ekkert krydd, hvítlauksduft og sterkt pizzakrydd. Það síðasta var best.
Þessu öllu er nú hnoðað saman og látið hefast. Ég bjó svo til þykka rúllu og skar alltaf svipað stóran bút í einu til að rúlla út í lengju. Mér fannst best að rúlla bara milli handanna - eftir að hafa prófað ýmsar aðferðir. Passið bara að hafa þær svipaðar að þykkt svo þær brenni síður. Lengjurnar eru svo settar á bökunarpappír og ég hafði stráð salti á pappírinn svo saltið festist frekar við stangirnar. Annars væri hægt að pensla þær með vatni, mjólk eða eggi til að láta festast betur við. Hér væri hægt að strá ýmsu yfir svosem salti, birkifræjum, sesamfræjum, rifnum osti, parmesan osti eða kryddi.
Bakið við 200°c í ca 10-15 mínútur. Hér þarf að passa að a) gleyma þeim ekki í ofninum (!!!) b) þær brenni ekki c) að hafa þær samt nógu lengi til að þær verði þurrar og stökkar alveg í gegn.
Þetta er snilldarsnakk þegar maður t.d. spilar kínaskák :-)
No comments:
Post a Comment