En allavega, þetta pastasalat er svo sjúklega gott og er sósan þar í lykilhlutverki svo ég ákvað að færa þetta upp á annað plan - ekkert endilega betra plan, bara annað.
Sósan:

ca 3 msk sýrður rjómi
ca 1/2 tsk paprikuduft
dass af hvítlauksdufti
smá pipar
og aðalgaldurinn: ca 3 msk af Ranch dressingu.
Allt hrært saman og smakkað til.

Næst þarf að steikja kjúklinginn. Ég skar hann í frekar þunnar sneiðar svona þversum. Náði 3-4 sneiðum úr einni bringu (skar svo hverja sneið í tvennt). Æ, skerið þetta bara eins og þið helst viljið!

Ég var búin að ákveða að kaupa nýtt baguette brauð en var of sein að ná í bakaríið og ekkert nýtt til í Krónunni svo ég keypti bara frosin pannini brauð sem ég hitaði í mínútugrillinu þar til það var orðið stökkt að utan. Nammi!
Í brauðið setti ég sósu, salat, kjúkling, beikon, rauðlauk og sósu.
Þetta var alveg rosalega gott. Og væri eflaust enn betra með þykkum sneiðum af tómat með.