nautalund sisvona fyrir sunnudagssteik og það bara í nóvember! Kjúklinga Wellington er því svolítið ódýrari útfærsla. Ég rakst á þetta á einhverju vafri á netinu (því auðvitað dettur mér ekkert svona í hug sjálfri) en sú uppskrift var með aðeins fleiri hráefnum en mér finnst gott að hafa bara rauðlauk og sveppi svo ég ákvað að vera ekkert að breyta því. Afhverju að breyta því sem er nú þegar gott? Djók! Auðvitað á maður að prófa eitthvað nýtt.

Það sem þarf:
Smjördeig
Kjúklingabringur
Olía til steikingar
Rauðlaukur (ca 3)

Egg og mjólk til að pensla.
Byrjið á að krydda kjúklingabringur og steikja á pönnu í heilu lagi. Ég var með þrjár bringur, því við vorum þrjú í mat. Ég steikti þær í olíu, á stillingu 7 af 9 í dálítinn tíma. Ekki steikja þær samt alveg í gegn. Takið af pönnunni og geymið.


Penslið yfir allt saman og bakið í ca 25 - 30 mínútur. Berið fram með meðlæti að eigin vali - eða bara ekki neinu :-)