Pintrest

Sunday, 8 July 2012

Kjúklingur í salthjúp (trölladeigi)

Þetta er geggjað gott! Verð bara að byrja á því að segja það! Hann verður svo safaríkur og góður en alveg vel steiktur samt.

Maður býr til saltdeig svona:
500 gr hveiti
300 gróft salt
3 eggjahvítur
vatn.

Öllu blandað saman og hnoðað í deig. Ég las einhverstaðar að það væri best að geyma deigið yfir nótt inni í ísskáp því þá mýkist það og er auðveldara að fletja það út. En ég las það of seint svo ég gerði það ekki núna. Fletjið deigið út þannið að það verði nægilega stórt að maður geti pakkað kjúkling inn í það.

Kryddið kjúklinginn að vild. Mitt uppáhald er Franskur kjúklingur með rósmarín, sítrónu og hvítlauk en það er hægt að krydda eins og hver og einn vill. Best er að binda svo fæturnar á kjúllanum saman, þá rúmast hann betur í deiginu.

Leggið kjúklinginn á BAKIÐ á deigið og lokið því. Penslið með eggi. Lyftið öllu dótinu upp og leggið á bökunarplötu með pappír þannig að samskeytin snúi niður. Penslið restina með egginu. Hafið ekki áhyggjur þó að það komi gat á deigið.



Kjúklingurinn er svo bakaður í rúmlega klst við ca 180°c. Tekinn svo út og salthjúpurinn er brotinn af. Borið fram með meðlæti að vild.

2 comments:

  1. Miðað við myndina er kjúllinn nú á maganum en ekki bakinu ;)
    Þetta er annars mjög áhugavert!

    ReplyDelete
  2. hann er á maganum á efstu myndinni, svo brýt ég deigið yfir bakið og velti öllu dótinu við þannig að hann liggur á bakinu með samskeytin undir sér, skilurðu. Þetta er s.s. bringan sem snýr upp á neðstu myndinni. Hrikalega djúsí!

    ReplyDelete