Pintrest

Sunday, 11 September 2011

Kanilsnúðar

Ég hélt alltaf að það væri frekar flókið að gera kanilsnúða með geri. En það er bara fátt eins auðvelt! Ég hef sjaldan verið með eins meðfærilegt deig í höndunum og þetta. 

1 kg. hveiti 
4 tsk. þurrger 
6 msk. sykur 
1 tsk. salt 
3 egg 
4,5 dl. mjólk 
150 gr smjör. 

 Smjör og mjólk sett í pott á vægan hita, hitið þar til smjörið er bráðnað. Reyndar bræddi ég smjörið og bætti svo mjólkinni út í og hitaði örlítið. Þurrefnin sett í skál og svo er öllu blandað saman. Hnoðað og látið hefast. Fletjið út og hafið frekar þykkt. Pennslið með bræddu smjörlíki og stráið kanilsykri yfir. Rúllað upp og skorið í bita. 

 Bakað við 200°c þar til þeir verða fallega brúnir. Það tók svolítið fljótt að verða OF brúnir frá því að vanta bara nokkrar sekúndur upp á - svo það þarf að fylgjast með þeim. Svo er hægt að hræra glassúr í allskonar litum og setja ofan á.
Posted by Picasa

Rabbabarabaka

Þetta er besta rabbabarabaka sem ég hef smakkað. Fékk uppskriftina hjá Ólu frænku.

400 gr rabbabari, fremur smátt saxaður settur í eldfast mót/form. Má vera frosinn.

2 stk egg
1 dl hveiti
2 1/2 dl sykur
Hrærið sykri og eggjum vel saman þar til það verður létt. Blandið þá hveiti varlega saman við.

Hellið blöndunni yfir rabbabararnn.

1 3/4 dl hveiti
1 1/2 dl púðursykur
50 gr smjör
Smjörið og sykurinn hrært saman og hveitið til viðbótar, sett ofaná deigið.
Bakað í ca 45 mín, v/200°c.

Gott að bera ís eða rjóma með heitri bökunni.


Posted by Picasa

Saturday, 3 September 2011

Laxapasta

Innihald:
1 flak lax
2 blaðlaukar
pasta
smjör eða olía til að steikja upp úr
salt og pipar
u.þ.b. 500 gr sýrður rjómi
1 búnt dill - helst ferskt annars uþb. 1 msk þurrkað

Fyrst sýður maður pastað skv leiðbeiningum. Best er auðvitað að hafa ferskt pasta þar sem það fæst. Næst sker maður blaðlaukinn og steikir við vægan hita á pönnu.


Roðflettið laxinn og skerið í bita. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætir maður laxinum saman við og sýrða rjómanum strax. Öllu hrært saman og saltað og piprað.


Þegar suðan er komin upp er sósan tilbúin - þ.e. laxinn soðinn í gegn. Passið að sjóða ekki of lengi. Skellið dilli útí og berið fram.









Posted by Picasa