Þessa súpu smakkaði ég hjá henni Birgittu Sievert vinkonu. Mér finnst þetta ein sú besta fiskisúpa sem ég veit um, kannski líka vegna þess að ég er alls ekki hrifin af fiskisúpum svona almennt! Það er hvítvín í þessari súpu og alltaf ef það verður afgangur af hvítvínsflösku geymi ég hana þar til ég get eldað þessa súpu, hún er s.s. mjög sjaldan í matinn hér!
En hér kemur uppskriftin:
400 gr. þorskur eða ýsa
1 - 2 hvítlauksrif
1-2 laukar
2 msk smjör
Hvítvín eftir smekk (ég set amk. hálfa flösku)
2 dósir hakkaðir tómatar
cayen pipar
1 teningur fiskikraftur
salt og pipar
3 dl rjómi (mér finnst venjulegur rjómi betri en matreiðslurjómi)
rækjur ef fólk vill
dill
Fyrst steikir maður lauk og hvítlauk í smjöri. Setur svo tómata út í, hvítvín, krydd og fiskikraft og lætur krauma undir loki í 10 mín.
Næst setur maður skorinn fiskinn saman við og rjóma og lætur malla rólega í 5 - 8 mín.
Síðast setur maður rækjur og dill.
Borið fram með kartöflum (pressuðum eða bara í bitum) og hvítlauksbrauði.
Sunday, 13 November 2011
Sunday, 11 September 2011
Kanilsnúðar
Ég hélt alltaf að það væri frekar flókið að gera kanilsnúða með geri. En það er bara fátt eins auðvelt! Ég hef sjaldan verið með eins meðfærilegt deig í höndunum og þetta.
1 kg. hveiti
4 tsk. þurrger
6 msk. sykur
1 tsk. salt
3 egg
4,5 dl. mjólk
150 gr smjör.
Smjör og mjólk sett í pott á vægan hita, hitið þar til smjörið er bráðnað. Reyndar bræddi ég smjörið og bætti svo mjólkinni út í og hitaði örlítið.
Þurrefnin sett í skál og svo er öllu blandað saman. Hnoðað og látið hefast.
Fletjið út og hafið frekar þykkt. Pennslið með bræddu smjörlíki og stráið kanilsykri yfir. Rúllað upp og skorið í bita.
Flokkur:
Bakstur
Rabbabarabaka
Þetta er besta rabbabarabaka sem ég hef smakkað. Fékk uppskriftina hjá Ólu frænku.
400 gr rabbabari, fremur smátt saxaður settur í eldfast mót/form. Má vera frosinn.
2 stk egg
1 dl hveiti
2 1/2 dl sykur
Hrærið sykri og eggjum vel saman þar til það verður létt. Blandið þá hveiti varlega saman við.
Hellið blöndunni yfir rabbabararnn.
1 3/4 dl hveiti
1 1/2 dl púðursykur
50 gr smjör
Smjörið og sykurinn hrært saman og hveitið til viðbótar, sett ofaná deigið.
Bakað í ca 45 mín, v/200°c.
Gott að bera ís eða rjóma með heitri bökunni.
400 gr rabbabari, fremur smátt saxaður settur í eldfast mót/form. Má vera frosinn.
2 stk egg
1 dl hveiti
2 1/2 dl sykur
Hrærið sykri og eggjum vel saman þar til það verður létt. Blandið þá hveiti varlega saman við.
Hellið blöndunni yfir rabbabararnn.
1 3/4 dl hveiti
1 1/2 dl púðursykur
50 gr smjör
Smjörið og sykurinn hrært saman og hveitið til viðbótar, sett ofaná deigið.
Bakað í ca 45 mín, v/200°c.
Gott að bera ís eða rjóma með heitri bökunni.
Flokkur:
Eftirréttir
Saturday, 3 September 2011
Laxapasta
Innihald:
1 flak lax
2 blaðlaukar
pasta
smjör eða olía til að steikja upp úr
salt og pipar
u.þ.b. 500 gr sýrður rjómi
1 búnt dill - helst ferskt annars uþb. 1 msk þurrkað
Fyrst sýður maður pastað skv leiðbeiningum. Best er auðvitað að hafa ferskt pasta þar sem það fæst. Næst sker maður blaðlaukinn og steikir við vægan hita á pönnu.
1 flak lax
2 blaðlaukar
pasta
smjör eða olía til að steikja upp úr
salt og pipar
u.þ.b. 500 gr sýrður rjómi
1 búnt dill - helst ferskt annars uþb. 1 msk þurrkað
Fyrst sýður maður pastað skv leiðbeiningum. Best er auðvitað að hafa ferskt pasta þar sem það fæst. Næst sker maður blaðlaukinn og steikir við vægan hita á pönnu.
Roðflettið laxinn og skerið í bita. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætir maður laxinum saman við og sýrða rjómanum strax. Öllu hrært saman og saltað og piprað.
Þegar suðan er komin upp er sósan tilbúin - þ.e. laxinn soðinn í gegn. Passið að sjóða ekki of lengi. Skellið dilli útí og berið fram.
Tuesday, 15 March 2011
Guinness gúllas
Þetta er írskur réttur sem ég smakkaði í Dublin og fannst svo geggjað góður að ég gúgglaði uppskriftinni. Ég var mjög vantrúa á að mér þætti hann góður á sínum tíma því mér finnst Guinness bjór alveg ógeðslegur og sömuleiðis kartöflumús, en rétturinn var borinn fram með einni slíkri. Ákvað samt að losa mig við fordóma og smakkaði!
Þessi réttur tekur langan tíma og enn lengri ef þú býrð t.d. á Hvammstanga því fyrst þarftu að fara í vínbúð einhverstaðar annarstaðar og kaupa þér Guinness bjór... svo geturðu farið að plana hitt!
Hehehe.. en svona í alvöru er best að gera ráð fyrir 2 1/2 tíma fyrir réttinn.
Í réttinn þarf:
gúllas (ca 500 - 700 gr)
olíu
2 msk hveiti
salt og pipar
smá cayenne pipar
2 stórir laukar smátt saxaðir
1 stór hvítlauksgeiri, marinn
2 msk tómat púrre
4 msk vatn fyrir púrre-ið!
1 - 1/4 bollar Guinness - eða bara nánast allt úr stórri dós, ég mæli þetta aldrei.
1 bollar gulrætur saxaðar (sem ég sleppti þegar ég tók myndirnar, einfaldlega vegna þess að þær voru ekki til í Kaupfélaginu.
smá af timian - ég nota alltaf þurrkað
Setjið hveiti, salt, pipar og cayenne skál og veltið kjötinu upp úr. Olía sett á pönnu.... úpps... muna að kveikja á ofninum! Stilla hann á ca 170°c... jæja, olían sett á pönnuna og kjötið látið brúnast. Svo setur maður lauk, hvítlauk, tómatpúrre og vatn saman við og blandar öllu vel saman. Næst er bjórinn og gulræturnar og blandað vel saman við. Hægt að smakka til með salti og pipar. Munið að hræra vel upp úr botninum því hveitiblandan á það til að festast þar. Næst er lok sett á pönnuna og öllu draslinu er skellt inn í ofn og látið malla þar í 2 tíma.
Kartöflumúsina geri ég með kartöflum, smjöri, smá mjólk og salti. EKKI SYKUR. Öllu blandað veeeel saman, ég nota risa stóra kartöflupressu - svona eins og júmbóstóra hvítlaukspressu!
Gott að bera fram með þessu bakað grænmeti t.d. sætar kartöflur og lauk.
Þessi réttur tekur langan tíma og enn lengri ef þú býrð t.d. á Hvammstanga því fyrst þarftu að fara í vínbúð einhverstaðar annarstaðar og kaupa þér Guinness bjór... svo geturðu farið að plana hitt!
Hehehe.. en svona í alvöru er best að gera ráð fyrir 2 1/2 tíma fyrir réttinn.
Í réttinn þarf:
gúllas (ca 500 - 700 gr)
olíu
2 msk hveiti
salt og pipar
smá cayenne pipar
2 stórir laukar smátt saxaðir
1 stór hvítlauksgeiri, marinn
2 msk tómat púrre
4 msk vatn fyrir púrre-ið!
1 - 1/4 bollar Guinness - eða bara nánast allt úr stórri dós, ég mæli þetta aldrei.
1 bollar gulrætur saxaðar (sem ég sleppti þegar ég tók myndirnar, einfaldlega vegna þess að þær voru ekki til í Kaupfélaginu.
smá af timian - ég nota alltaf þurrkað
Setjið hveiti, salt, pipar og cayenne skál og veltið kjötinu upp úr. Olía sett á pönnu.... úpps... muna að kveikja á ofninum! Stilla hann á ca 170°c... jæja, olían sett á pönnuna og kjötið látið brúnast. Svo setur maður lauk, hvítlauk, tómatpúrre og vatn saman við og blandar öllu vel saman. Næst er bjórinn og gulræturnar og blandað vel saman við. Hægt að smakka til með salti og pipar. Munið að hræra vel upp úr botninum því hveitiblandan á það til að festast þar. Næst er lok sett á pönnuna og öllu draslinu er skellt inn í ofn og látið malla þar í 2 tíma.
Kartöflumúsina geri ég með kartöflum, smjöri, smá mjólk og salti. EKKI SYKUR. Öllu blandað veeeel saman, ég nota risa stóra kartöflupressu - svona eins og júmbóstóra hvítlaukspressu!
Gott að bera fram með þessu bakað grænmeti t.d. sætar kartöflur og lauk.
Flokkur:
Matur
Subscribe to:
Posts (Atom)