
4 stórar kjúklingabringur
1 lítill laukur eða 1/2 stór
salt (mætti alveg setja 1 1/2 tsk)
pipar
1/4 tsk cayenne pipar
2 bollar brauðrasp
olía til steikingar
Bringurnar eru hakkaðar ásamt lauknum, svo er öllu blandað saman með sleif. Setjið bara uþb helminginn af raspinum út í og geymið restina. Ég notaði bara keyptan rasp og ákvað að láta deigið bíða pínulítið. Það borgaði sig því það þykknaði meira við það. Restin af raspinum er svo sett á disk til að velta borgurunum upp úr fyrir steikingu. Deigið er frekar blautt og klístrað. Maður tekur svo ca 2-3 msk af deigi í lófann og mótar borgara. Má alveg hafa meira eða minna eftir smekk. Þetta er svo steikt á pönnu með olíu á miðlungshita fyrst í ca 5 mínútur á annari hliðinni svo í ca 3 - 4 á hinni. Bætið olíu útá eftir þörfum.
Og þetta er nú allt og sumt! Borðað með hamborgarabrauði, fersku salati, tómötum og hamborgarasósu eða majonesi. Eða bara því sem ykkur langar í.
Ég steingleymdi að taka mynd af tilbúnum borgara í brauði með öllu svo þessi eina af þeim nýsteiktum verður að duga :-)