Kjötið léttsteikt |
Grænmetið skorið í bita og brúnað létt |
Svona endaði þetta:
Ca 800 gr krónhjartarkjöt (eða önnur villibráð)
5 skarlottulaukar
5 dl góður kraftur
2 gulrætur
3 dl rjómi
ca 1/4 blaðlaukur
Rjómi settur út í soðið og svo þykkt með hveiti |
smá hveiti til að þykkja sósuna
Öllu blandað saman og hitað upp |
Skerið allt grænmetið í passlega grófa bita og brúnið á pönnu. Hitið vatn með krafti og setjið sultu út í. Öllu er svo blandað saman í potti eða djúpri pönnu og látið malla í smá stund. Tíminn fer aðeins eftir hversu meyrt kjötið er. Ég hugsa að ég hafi soðið þetta í ca 7 mínútur. Ég smakkaði bara einn bitann og fannst hann passlegur! Næst veiðir maður allt kjötið og grænmetið upp (eða hellir soðinu af í pott) og setur rjómann saman við soðið. Smakkið til með salti og pipar. Sósan er látin sjóða smá stund og svo er hún þykkt með hveiti- og vatnsblöndu.
Þetta er svo borðað með soðnum kartöflum og týttuberjasultu.