nautalund sisvona fyrir sunnudagssteik og það bara í nóvember! Kjúklinga Wellington er því svolítið ódýrari útfærsla. Ég rakst á þetta á einhverju vafri á netinu (því auðvitað dettur mér ekkert svona í hug sjálfri) en sú uppskrift var með aðeins fleiri hráefnum en mér finnst gott að hafa bara rauðlauk og sveppi svo ég ákvað að vera ekkert að breyta því. Afhverju að breyta því sem er nú þegar gott? Djók! Auðvitað á maður að prófa eitthvað nýtt.
Þeir sem þekkja mig vita að mér finnst sveppir vondir. Ekki bara vondir heldur algjör viðbjóður. En í mauki við rauðlauk finn ég hvorki sveppabragð né áferðina. Eitthvað hljóta þeir þó að gera blessaðir svo ég hef þá alltaf með.
Það sem þarf:
Smjördeig
Kjúklingabringur
Olía til steikingar
Rauðlaukur (ca 3)
Sveppir (eftir smekk, ég var með uþb. hálfa öskju)
Egg og mjólk til að pensla.
Byrjið á að krydda kjúklingabringur og steikja á pönnu í heilu lagi. Ég var með þrjár bringur, því við vorum þrjú í mat. Ég steikti þær í olíu, á stillingu 7 af 9 í dálítinn tíma. Ekki steikja þær samt alveg í gegn. Takið af pönnunni og geymið.
Næst skerið þið rauðlaukinn og sveppina mjög smátt. Steikið á pönnu við vægan hita. Aftur notaði ég stillingu 7 af 9. Þetta tekur dágóðan tíma og það þarf að hræra annað slagið í svo þetta brenni ekki.
Á meðan er gott að fletja út smjördeigið. Ég notaði eina heila plötu fyrir hverja bringu. Leggjið útflatta plötu á bökunarpappír á pönnu (því það er erfitt að færa þetta á milli eftir að kjúklingurinn er kominn á, án þess að deigið rifni). Setjið ca 2 matskeiðar af laukmaukinu ofan á deigið og leggjið kjúklingabringu þar ofaná. setjið annað eins af mauki ofan á bringuna og jafnvel á hliðarnar ef þið getið. Ég setti bringuna á annan helminginn á deiginu en það er sjálfsagt hægt að setja beint á miðjuna. Gott er að pensla brúnirnar með hrærðu eggi og smá mjólk svo þær límist betur saman eftir að hinn helmingurinn af deiginu er lagður yfir kjúklinginn og þannig er honum pakkað inn.
Penslið yfir allt saman og bakið í ca 25 - 30 mínútur. Berið fram með meðlæti að eigin vali - eða bara ekki neinu :-)