
við uppskriftina af
Súkkulaðibotn:

300 gr sykur
2 egg
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk natron
1 tsk salt
4 msk kakó
2 1/2 dl mjólk
Þeytið sykur og smjörlíki vel saman, bætið eggjum við og svo öllu hinu. Bakað í ca 30-40 mínútur við 180°c í stóru smelluformi. Kakan er svo kæld.
Súkkulaðikrem:

50 gr smjör
ca 2 tsk sýróp
Allt sett í lítinn pott og brætt saman. Passið að hræra vel í á meðan svo ekki festist við botninn. Á eftir setti ég pottinn ofan í kalt vatn til að kæla kremið áður en það fór á kökuna. Öllu svo hellt yfir kökuna og henni stungið inn í frysti í ca hálftíma eða á meðan marengsinn er búinn til.
Marengs:

250 gr sykur
100 gr vatn.
Sjóðið vatn og sykur samn í potti í smástund og stífþeytið eggjahvíturnar á meðan (já og kveikið líka á bakaraofninum um leið. Stillið á hæsta hita bara uppi). Þegar eggjahvíturnar eru orðnar þéttar og sykurvatnið búið að sjóða smástund, er vatninu hellt saman við stífar eggjahvíturnar í mjórri bunu og þeytið á meðan og alveg þar til þetta er orðið kalt. ALLS EKKI STOPPA ÞEYTINGUNA ÞVÍ ÞÁ FELLUR DEIGIÐ. Smyrjið þessu svo á tertuna eða sprautið að vilt. Þetta fer svo inn í heitan ofninn í örfáar mínútur - við erum að tala um bara 2 - 4 eða þar til marengsinn er orðinn ljósbrúnn.