En hér kemur uppskriftin:
400 gr. þorskur eða ýsa
1 - 2 hvítlauksrif
1-2 laukar
2 msk smjör
Hvítvín eftir smekk (ég set amk. hálfa flösku)
2 dósir hakkaðir tómatar
cayen pipar
1 teningur fiskikraftur
salt og pipar
3 dl rjómi (mér finnst venjulegur rjómi betri en matreiðslurjómi)
rækjur ef fólk vill
dill
Fyrst steikir maður lauk og hvítlauk í smjöri. Setur svo tómata út í, hvítvín, krydd og fiskikraft og lætur krauma undir loki í 10 mín.
Næst setur maður skorinn fiskinn saman við og rjóma og lætur malla rólega í 5 - 8 mín.
Síðast setur maður rækjur og dill.
Borið fram með kartöflum (pressuðum eða bara í bitum) og hvítlauksbrauði.