
Þessi réttur tekur langan tíma og enn lengri ef þú býrð t.d. á Hvammstanga því fyrst þarftu að fara í vínbúð einhverstaðar annarstaðar og kaupa þér

Hehehe.. en svona í alvöru er best að gera ráð fyrir 2 1/2 tíma fyrir réttinn.
Í réttinn þarf:
gúllas (ca 500 - 700 gr)
olíu
2 msk hveiti
salt og pipar
smá cayenne pipar
2 stórir laukar smátt saxaðir
1 stór hvítlauksgeiri, marinn

2 msk tómat púrre
4 msk vatn fyrir púrre-ið!
1 - 1/4 bollar Guinness - eða bara nánast allt úr stórri dós, ég mæli þetta aldrei.
1 bollar gulrætur saxaðar (sem ég sleppti þegar ég tók myndirnar, einfaldlega vegna þess að þær voru ekki til í Kaupfélaginu.
smá af timian - ég nota alltaf þurrkað
Setjið hveiti, salt, pipar og cayenne skál og veltið kjötinu upp úr. Olía sett á pönnu.... úpps... muna að kveikja á ofninum! Stilla hann á ca 170°c... jæja, olían sett á pönnuna og kjötið látið brúnast. Svo setur maður lauk, hvítlauk, tómatpúrre og vatn saman við og blandar öllu vel saman. Næst er bjórinn og gulræturnar og blandað vel saman við. Hægt að smakka til með salti og pipar. Munið að hræra vel upp úr botninum því hveitiblandan á það til að festast þar. Næst er lok sett á pönnuna og öllu draslinu er skellt inn í ofn og látið malla þar í 2 tíma.
Kartöflumúsina geri ég með kartöflum, smjöri, smá mjólk og salti. EKKI SYKUR. Öllu blandað veeeel saman, ég nota risa stóra kartöflupressu - svona eins og

Gott að bera fram með þessu bakað grænmeti t.d. sætar kartöflur og lauk.
