Pintrest

Thursday 19 March 2020

Mango terta

Þessi er bara guðdómleg!

Fyrsta vegan tertan sem ég geri. Ég elska mango en ég held að þessi sé góð með hvaða ávöxtum sem er og ég bara varð að setja hana hér inn á bloggið svo ég týndi henni ekki því ég er ákveðin í að gera hana aftur þegar jarðaberjatímabilið byrjar.

Ég fékk uppskriftina héðan en breytti henni örlítið svo ég skrifa mína útgáfu hér. Upprunalega útgáfan er glútenlaus en mín er það ekki.

Botninn:
 26 gr kókosmjöl
125 gr hveiti
2 msk (30 gr) kókosolía
2 msk (30 gr) hlynsíróp
1/4 tsk salt

Fylling:
ca 2 dl jurtarjómi t.d. frá Alpro
2 msk hlynsíróp (meira eða minna eftir smekk)
1 tsk vanilludropar
2 þroskuð mangó

Aðferð:
Hitið ofninn í 170°c.
Hitið kókosolíu og hlynsíróp saman. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman. Deigið er frekar þurrt en það á að vera hægt að klessa því saman á milli fingranna.
Það er svo sett í bökuform, þrýst niður með fingrunum og upp með hliðunum. Passið að hafa nægilega lítið form (ca 9") nú eða annars bara gerið þið bara meira af botninum.
Botninn er svo bakaður í ofni í 12 - 16 mínútur. Því næst er hann tekinn úr forminu og kældur alveg.

Fyllingin:
Þeytið rjómann og bragðbætið með sýrópi og vanilludropum. Skerið mangóið niður í þunnan sneiðar. Rjóminn er settur á botninn og svo raðið þið mangósneiðunum í hring, byrjið á stæstu sneiðunum og setjið yst á tertuna. Raðið svo inn að miðju og endið á minnstu sneiðunum þar.





No comments:

Post a Comment