Pintrest

Thursday 23 May 2013

Kjúklingasúpa

Þetta er besta kjúklingasúpa sem ég hef smakkað. Fékk þessa uppskrift frá Gullu vinkonu.

3-4 msk olía til að steikja

1 1/2 msk karrý
2-3 hvítlauksrif (meira eða minna eftir smekk)
1 stk blaðlaukur
3 stk paprikur (lit eftir eigin vali)

Þetta er allt skorið og steikt á pönnu - já karrýið með!

100 gr hreinn rjómaostur
1 flaska Heinz Chili Sauce
1 teningur grænmetiskraftur

3 teningar kjötkraftur
1 1/2 - 2 lítrar vatn
1/2 lítri rjómi
salt og pipar

Öllu sullað saman í pott. Smakkið til súpuna. Ég set alltaf salt og pipar alveg síðast því oft finnst mér hún vera passlega bragðgóð án þess að nota það.

6 - 8 kjúklingabringur (fer eftir fjölda matargesta - eða efnahag! Má líka vera steikt hakk, svínagúllas eða jafnvel fiskmeti)

Bringurnar eru skornar í litla bita, steiktar á pönnu og settar í súpuna rétt áður en hún er borin fram. Það fer eftir smekk hvers og eins hvort bringurnar eru kryddaðar við steikingu.

Gott er að bera súpuna fram með rifnum osti, doritos snakki (eða sambærilegu) og jafnvel slettu af sýrðum rjóma. Líka góð eintóm.


No comments:

Post a Comment