Pintrest

Tuesday 13 November 2012

Tacobaka með guacamole


 Ég fann þessa frábæru uppskrift af tacoböku um daginn og ákvað strax að prófa. Hún er inni á http://ljufmeti.com/2012/08/17/tacobaka/
og ég ætla ekkert að vera að endurtaka hana hér heldur hvet ég ykkur til að fara á þessa síðu og skoða líka aðrar uppskriftir þarna. Fullt af girnilegum uppskriftum.

En ég ákvað að hafa heimagert guacamole með sem ég elska, og nota uppskrift sem ég fékk frá Gullu vinkonu. Þetta er geggjað gott guacamole en ég hef aldrei áður prófað það með mat, heldur bara með snakki. En það passaði alveg rosalega vel með bökunni.

3-4 vel þroskuð avocado, stöppuð með gaffli eða nota töfrasprota létt. Það er sjálfsagt misjafnt hvað fólk vill hafa þetta maukað, ég vil hafa
þetta eins og stappað.
1/2 laukur (ég nota alltaf rauðlauk)
safi úr einu lime (eða kannski tæplega það)
Slatti af ferskum kóriander
1/8 tsk cumin-duft
1 ferskur rauður chili-pipar og ég mæli sterklega
með því að nota hanska!!! Fjarlægið fræin og saxið
smátt
salt og pipar
1/2 - 1 tómatur, saxaður - takið samt gumsið úr.

Öllu blandað saman og smakkað til.
Gott að láta standa smá áður en þetta er borðað.

Ég bakaði bökuna í alveg 30 mínútur en þá fannst mér hún líta út fyrir að vera tilbúin.

Það var líka höfuðverkur að ná henni úr forminu - þar sem þetta var í fyrsta skipti sem ég baka svona böku, en það hafðist að lokum með því að hvolfa disk ofan á, sveifla bökunni á hvolf, taka þá formið og skella öðrum disk í staðinn og hvolfa aftur.

Við borðuðum þetta svo með Doritos snakki, smá feta osti (sem átti að vera með grænmetinu sem gleymdist að kaupa) og guacamole. Dásamlega gott!

Posted by Picasa