Pintrest

Saturday 16 October 2010

Brauðstangir

Þetta eru geggjað góðar brauðstangir!!

8 dl hveiti
1 1/2 tsk salt
1 1/2 tsk sykur
4 msk olía
3 tsk þurrger
3 dl volgt vatn

Allt sett í skál og hnoðað saman. Notið eins lítið af hveiti í að hnoða og þið getið, annars verður brauðið stíft. Látið lyfta sér í 20 mín.
Hnoðið aftur og skiptið í átta hluta, rúllið í rúmlega fingurþykkar lengjur - eða flegjið út ferkantað og uþb. fingurþykkt og skerið jafnlangar lengjur út.
Raðið á bökunarpappír og penslið vandlega með hvítlauksolíu og látið lyfta sér í 15 mínútur á pappírnum.
Bakið í miðjum ofni í 7 mínútur við 250°c . Takið plötuna úr ofninum og snúið öllum brauðstöngunum við. Penslið nú hliðina sem snýr upp mð hv´tilauksolíu. Bakið áfram í 3 -5 mínútur eða þangað til stangirnar eru gullinbrúnar. Penslið brauðstangirnar með afganginum af hvítlauksolíunni um leið og þær koma út úr ofninum, bíðið í fimm mínútur og berið fram.

Hvítlauksolía til að pensla með:
1/2 dl ólívuolía
4 pressuð hvítlauksrif
1 1/2 tsk hvítlaukssalt (verður að vera með)
30 gr brætt smjör

Bræðið smjörið í skál í örbylgjuofni eða í litlum potti. pressið hvítlaukinn ofaní, bætið svo matarolíu og kryddi saman við og hrærið.

Best er að setja stangirnar inn á undan pizzunni, því þær þurfa lengri tíma og það er líka allt í lagi að þær standi í ca 10 áður en þær eru borðaðar.

Það var mjög mikið hvítlauksbragð af stöngunum - sem var bara æði!

No comments:

Post a Comment