Pintrest

Saturday 16 October 2010

Tortilla snakk

Tortillakökur eru penslaðar með olíu - bara létt, og það nægir að pensla eina, setja svo aðra ofaná og láta olíuna af þeirri neðri smitast á þá efri. Svo eru þær skornar í þríhyrninga, raðað á plötu (kannski með bökunarpappír undir), strá salti yfir (best er Maldon salt því það er ekki svo hart) og bakað við ca 200 gr. þar til þær eru orðnar gylltar. Þær eru mjög fljótar að verða of mikið bakaðar svo það er gott að standa yfir þeim. Þetta tekur samt amk 5 mín.
Það er líka hægt að djúpsteikja þær, þá penslar maður þær ekki. Ég er bara búin að prófa það einu sinni en fannst það ekkert sérstakt. En ég var ekki með mjög góða olíu til þess og var með allt of mikinn hita á olíunni svo þær urðu of dökkar. Ætla nú að prófa þetta aftur seinna.

No comments:

Post a Comment