Pintrest

Sunday 30 August 2020

Eplapæ... eða heitur eplaréttur


Það er kannski ekki rétt að kalla þetta pæ... eða böku. Þetta er meira svona heitur eplaréttur. Mjög góður og einfaldur að gera. 

Við erum nefnilega með eplatré úti í garði og það er hálf asnalegt að reyna ekki að nota eplin - þau sem eru heil þ.e.a.s., og það eru þau ekki öll get ég sagt ykkur. Þetta eru ágæt epli, þétt en svolítið súr og ég get alls ekki borðað súr epli - ekki einusinni þó þau séu bara smá súr svo ég verð að nota þau í bakstur. En þá kemur vandamálið að mér finnst bökuð epli ekkert sérstaklega góð heldur! Vandast þá málið. Ég gerði alveg ágæta eplaköku um daginn - kakan sjálf var fín en ég hefði viljað bara sleppa eplunum sem voru ofaná. 


En þessi eplaréttur er góður og klikkar aldrei. Mjög einfaldur. Skil ekki afh

verju ég geri hann ekki oftar. Það breytist kannski núna með þetta fína eplatré í garðinum. 

Ca 6 epli eru afhýdd, hreinsluð og skorin niður í bita.

Skerið líka niður rjómasúkkulaði eða notið súkkulaðibita (eða suðusúkkulaði) og geymið þar til síðar.

Blandið saman í skál: 
1 bolli hveiti
1 bolli púðursykur
1 bolli kókosmjöl
1 tsk kanill

Blandið öllu þessu saman í skál og hellið svo í eldfast form. 

Þetta er svo bakað í ca 30 mínútur við 180°c. Best að fylgjast með, þetta á að verða pínu brúnt en ekki brenna. 

Um leið og rétturinn er tilbúinn er hann tekinn út úr ofninum og súkkulaðinu stráð yfir og látið standa í smástund svo það bráðni ofaná. 

Þetta er svo borðað með þeyttum rjóma eða ís á meðan rétturinn er ennþá heitur.