Pintrest

Sunday 17 October 2010

Formbrauð / gamaldags brauð


Þetta er bara grunnuppskrift. Það er hægt að gera þetta brauð á margan hátt og setja ýmislegt út í það.

ca 3 bollar hveiti
ca 2 - 3 tsk lyftiduft
salt
súrmjólk
mjólk eða vatn

Deigið á að vera frekar þykkt. Ég hræri þetta bara í skál með sleif. Mjög fljótlegt að gera þetta. Ég set líka yfirleitt uþb 1 bolla heilhveiti á móti 2 af hveiti. Og svo er hrikalega gott að setja fjölkornablöndu út í.

Súrmjólkin gerir brauðið mýkra, en það er í lagi að sleppa henni.

Bakið við ca 175°c í uþb. 45 mín (eða bara þar til þetta er tilbúið).

2 comments:

  1. Hver eru hlutföllin af súrmjólk á móti mjólk/vatni?

    ReplyDelete
  2. Bara að setja smá af súrmjólk, ca hálfan bolla. Man ekki hversu mikið af mjólk á móti en deigið á að vera þykkt.

    ReplyDelete