Pintrest

Monday 25 May 2020

Rabarbarabaka

Það er löngu tímabært að setja þessa dásemd á þetta blogg! Þessa böku geri ég amk einu sinni á ári. Ég tek alltaf mikinn rabarbara á vorin og sulta og eða frysti og það er einmitt svo gott að eiga
niðurskorinn rabarbara fyrir þessa böku í frystinum. Þetta er bragðgóð og einföld baka en hún þarf svolítið langan tíma í ofninum. En þá hefur maður bara góðan tíma til að skjótast út í búð eftir rjóma eða ís á meðan. 

400 gr. rabarbari, fremur smátt skorinn er settur í eldfast mót. 

Ég reyndar vikta hann aldrei, set bara passlega mikið í mótið. 
2 stk egg
1 dl hveiti
2 1/2 dl sykur
Egg og sykur þeytt mjög vel saman þar til verður létt og ljóst. Blandið síðan hveitinu varlega saman við. Þessu er síðan hellt yfir rabarbarann




Ofaná:
1 3/4 dl hveiti
1 1/2 dl púðursykur
50 gr smjör

Smjör og sykur hrært vel saman og svo bætið þið hveitinu saman við. Þetta fer síðan ofan á deigið.


Bakað í 45 mínútur við 200°c. Látið aðeins kólna (ef þið getið beðið) og borðið svo með þeyttum rjóma eða ís... eða bara því sem þið viljið.