Pintrest

Wednesday 8 December 2010

Djúpsteiktur fiskur


Þetta er alltaf alveg hrikalega gott... en ekki mjög hollt kannski!
Í Guðsbænum veljið "góða" olíu. Ég veit svosem ekki hvað er gott... ég kaupi bara einhverja sem fæst í Kaupfélaginu og er til djúpsteikingar en síðast keypti ég einhverja hræódýra olíu (í Bónus held ég) og stækjan í húsinu varð alveg hræðileg!!! Svo það borgar sig ekki alltaf að kaupa eitthvað hræódýrt.

Maður býr til orlydeig - ég á aldrei til neitt malt svo ég fann uppskrift sem ég nota og er eftirfarandi:

1 bolli hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsóti
3/4 - 1 bolli vatn

Allt hrært vel saman.
Olían er hituð í potti, ég nota aldrei hæsta hita því þá á deigið til að brenna áður en fiskurinn er tilbúinn.
Gott er að setja lítinn brauðbita út í olíuna til að athuga hvort olían sé nægilega heit. Ef kviknar í er hún orðin of heit!

Fiskstykki er velt upp úr deiginu og sett í pottinn, ekki gott að setja mörg stykki í einu. Snúið stykkinu svo við. Þegar fiskurinn... já eða deigið öllu heldur, er orðið fallega brúnt er fiskurinn veiddur upp og settur á eldhúsbréf eða á grind.

Það er hægt að nota sama deig fyrir rækjur og laukhringi.

Posted by Picasa

Saturday 4 December 2010

Kjúklingur með pasta og piparostasósu

Þetta er mjög vinsæll réttur á þessu heimili. Í þetta þarf:
  • 1 piparost
  • smá mjólk fyrir sósuna
  • Tagliatelle
  • kjúklingabringur (tæplega 1 per mann)

Fyrst setur maður pastað í soðið vatn. Næst á að skera piparostinn og græja hann fyrir sósuna. Osturinn er settur í pott ásamt smá mjólk (ca 1 1/2 dl) og hitað. Hægt er að halda sósunni heitri þar til rétturinn er tilbúinn.
Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og kryddið (t.d. með Season All). Steikið þær svo á pönnu eða í grilli. Það þarf að passa að steikja þær ekki of lengi því þá verða þær þurrar.
Ef pastað er ekki tilbúið er gott að skella tilbúnum kjúklingabringum inn í heitan ofn til að halda þeim heitum.

Það er líka rosalega gott að borða ferskt salat með þessu. Ég átti það ekki til þegar ég eldaði þetta.
Posted by Picasa