Pintrest

Friday 27 December 2013

Guðdómlegur ostur

Ég fæ alltaf vatn í munninn þegar ég hugsa um þennan rétt, því hann er alveg guðdómlega góður. Erna vinkona gaf mér að smakka þetta og ég át á mig gat!
Þetta var það eina sem mig langaði í í kvöldmatinn í kvöld. Ég veit ekkert sérstaklega hollt... ég sem ætlaði að fara í pásu í hvítum sykri, hvítu hveiti og geri en hugga mig við að... hmm... ja... mjólk er holl! Ég byrja bara í pásu á morgun!

Í þennan rétt notar maður 1 stóran hvítmygluost. Ég notaði Ljúfling. Smábrauð og sýróp.

Fyrst tekur maður brauð t.d. brauðbollur (svona smábrauð), sker það niður í ca 4 bita og raðar á plötu. dreytir smá olíu yfir og saltar. Þetta er svo bakað í ofni í jah, ca 15 - 20 mínútur við 180°c. Ég tók nú ekki tímann á þessu en þegar brauðið er aðeins farið að gyllast þá er það tilbúið.

Næst græjar maður ostinn. Setjið hann í eldfast mót, setjið smá olíu yfir og svo vel af svörtum pipar og smá salt (ja, dass af salti). Osturinn fer svo inn í ofninn og bakast í einhvern tíma. Aftur tók ég ekki tímann og tók minn ost aðeins of fljótt út, hann var ekki orðinn heitur í gegn en þá var líka bara allt í lagi að setja hann inn aftur.

Maður notar svo brauðstangirnar til að dýfa ofan í ostinn og svo það allra besta - að dýfa öllu dótinu ofan í sýróp, t.d. Maple syrup.

Verði ykkur að góðu!




No comments:

Post a Comment