Pintrest

Monday 4 February 2013

Kjúklingur í rjómasósu með rauðlauk og sveppum

Ó, þetta er svo gott!
Í þetta nota ég:



1 kjúklingabringa á mann
2 rauðlauka slatta af ferskum sveppum (eftir smekk)
1/2 ltr. rjómi
smá olíu til að steikja


Saxið fyrst rauðlaukinn og sveppina og steikið á pönnu þar til mjúkt. Setjið svo til hliðar þar til seinna.

Næst eru kjúklingabringurnar kryddaðar. Ég notaði þarna kjúklingakrydd - bara af því að ég átti það en ekkert annað sem passaði betur. Steikið bringurnar á pönnu, bara þannig að þær lokist.

Næst fer maukið saman við, ég reyni að láta það fara á milli bitanna. Þá er rjómanum hellt yfir og ég nota alvöru rjóma, en það skiptir sjálfsagt ekki öllu máli.

Þetta er svo soðið á pönnunni, undir loki, í ca 30 mín. Athugið að þessi panna var of lítil, ég þurfti að skipta því að rjóminn sauð uppúr og það hefur ekkert með það að gera að ég skrapp á Facebook rétt á meðan! Það er líka ábyggilega hægt að skella þessu bara í form og inn í heitan ofn.

Mér finnst best að hafa ferskt tagliatelle með þessu en ég er viss um að brún hrísgrjón væru líka æði. Það er líka gott að hafa ferskt salat með þessu - ég bara gleymdi að kaupa það.

Verði ykkur að góðu!

No comments:

Post a Comment