Pintrest

Saturday 3 September 2011

Laxapasta

Innihald:
1 flak lax
2 blaðlaukar
pasta
smjör eða olía til að steikja upp úr
salt og pipar
u.þ.b. 500 gr sýrður rjómi
1 búnt dill - helst ferskt annars uþb. 1 msk þurrkað

Fyrst sýður maður pastað skv leiðbeiningum. Best er auðvitað að hafa ferskt pasta þar sem það fæst. Næst sker maður blaðlaukinn og steikir við vægan hita á pönnu.


Roðflettið laxinn og skerið í bita. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur bætir maður laxinum saman við og sýrða rjómanum strax. Öllu hrært saman og saltað og piprað.


Þegar suðan er komin upp er sósan tilbúin - þ.e. laxinn soðinn í gegn. Passið að sjóða ekki of lengi. Skellið dilli útí og berið fram.









Posted by Picasa

No comments:

Post a Comment