Pintrest

Sunday 14 April 2013

Heimagert granóla

Ég elska heimagert granóla en ég borða það ekki með mjólk heldur bý ég til bita og borða þá eins og snakk. Ef þú vilt ekki geta bita heldur hafa þetta laust eins og múslí þá á að sleppa eggjahvítunni og hræra í blöndunni  annað slagið á meðan hún bakast.

2 bollar tröllahafrar
1 tsk salt
1 tsk kanill
Slatti af hnetum, möndlum, fræjum og kókosflögum. Mér finnst gott að hafa hnetur og möndlur heilar - en stundum brýt ég þær.

Allt sett saman í skál og blandað vel.

Í aðra skál blandast

1/3 bolli olía (kókos eða ólífuolía)
1/3 bolli hunang
1 msk hlynsýróp eða agave - ekki nauðsynlegt en mjög gott.
1 tsk vanilludropar
1 eggjahvíta - Ekki ef þið viljið hafa þetta laust.
Á leið í ofninn

Hellið þessu svo yfir þurrefnin og blandið. Öllu er svo hellt á plötu með bökunarpappír og jafnað út. Mér finnst þetta bakast betur ef ég set svona rákir í blönduna. Bakast svo í ofni við ca 180°c í uþb. 15 mínútur. Passið þetta samt því þetta brennur auðveldlega. Væri kannski gott að baka þetta við lægri hita... hmm... ætti að prófa það næst!

Þegar þetta er svo orðið kalt er þetta brotið í hæfilega bita og sett í ílát með þéttu loki, þá helst þetta frekar stökkt.
Tilbúið Granóla - á bara eftir að kólna og brjóta í bita