Pintrest

Sunday 13 November 2011

Fiskisúpa Birgittu

Þessa súpu smakkaði ég hjá henni Birgittu Sievert vinkonu. Mér finnst þetta ein sú besta fiskisúpa sem ég veit um, kannski líka vegna þess að ég er alls ekki hrifin af fiskisúpum svona almennt! Það er hvítvín í þessari súpu og alltaf ef það verður afgangur af hvítvínsflösku geymi ég hana þar til ég get eldað þessa súpu, hún er s.s. mjög sjaldan í matinn hér!
En hér kemur uppskriftin:

400 gr. þorskur eða ýsa
1 - 2 hvítlauksrif
1-2 laukar
2 msk smjör
Hvítvín eftir smekk (ég set amk. hálfa flösku)
2 dósir hakkaðir tómatar
cayen pipar
1 teningur fiskikraftur
salt og pipar
3 dl rjómi (mér finnst venjulegur rjómi betri en matreiðslurjómi)
rækjur ef fólk vill
dill

Fyrst steikir maður lauk og hvítlauk í smjöri. Setur svo tómata út í, hvítvín, krydd og fiskikraft og lætur krauma undir loki í 10 mín.

Næst setur maður skorinn fiskinn saman við og rjóma og lætur malla rólega í 5 - 8 mín.

Síðast setur maður rækjur og dill.

Borið fram með kartöflum (pressuðum eða bara í bitum) og hvítlauksbrauði.


Posted by Picasa